loading/hleð
(3) Page [3] (3) Page [3]
FORM ALl The British Council hefur það hlutverk, að styrkja menningarsambandið milli Bretlands og annarra landa, og að kynna öðrum þjóðum brezka lífs- háttu og menningu. Bretland hefur átt í ófriði í nærfellt fjögur ár, en The British Council lætur ekki hugfallast af hinum miklu erfiðleikum, sem á vegi þess verða, og hefur ákveðið haldið áfram því starfi sínu, að styrkja friðsamlegar listir. í Suður-Ameríku, á Spáni og Portúgal, í Egyptalandi, í Tyrklandi og allt til Indlands, í Svíþjóð og hér á Islandi hafa verið sýndar ýmsar hliðar á bókmenntum Breta og brezkri list. Þessi sýning er í tveim greinum, og nær yfir nokkrar nýrri bók- menntir Breta, og safn af listaverkum eftir núlifandi brezka listamenn. Bækurnar, um 500 talsins, hafa verið valdar úr heimspeki, guðfræði, læknisfræði, sem mest við hæfi leikmanna, stúdenta og þeirra, sem lengra eru komnir á menntabrautinni. Munu gestirnir vonandi finna, að hér er safn, sem er við allra hæfi. Myndirnar hafa verið vandlega valdar, í þeim tilgangi að kynna Islend- ingum listarform, sem er yfirleitt lítt kunnugt í þessu landi, þótt það sé mjög útbreitt í Bretlandi. Þótt þetta form sé mjög einkennandi fyrir Breta, þá er vonandi, að það falli mönnum einnig í geð hér, þar sem allir kunna svo vel að meta allskonar listaform. Mér er hin mesta ánægja að því að geta kynnt íslenzku þjóðinni þessa bóka- og listasýningu. GERALD SHEPHERD. Brezki sendiherrann á Islandi.


Sýning brezkra listmynda og bóka

Year
1943
Language
Icelandic
Pages
16


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Sýning brezkra listmynda og bóka
https://baekur.is/bok/6125c9ca-9339-4806-9e18-375137d5f6d0

Link to this page: (3) Page [3]
https://baekur.is/bok/6125c9ca-9339-4806-9e18-375137d5f6d0/0/3

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.