loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
sér tækni þessa meistara, að Vasari, hiim mikli ævisagnahöf- undur ítalskra málara, segir að það hafi verið álit manna í Róm, að sál Rafaels hafi tekið sér bólfestu í Mazzuola. Eftir óeirðirnar í Róm 1527 flutti Mazzuola til Bologna og málaði þar helgimyndir, m. a. heilagan Jerimías, sem nú er í Louvre. Seinna flutti hann aftur til Parma og þar málaði hann hinar alkunnu freskómyndir í kirkjuna La Madonna della Steccata: „Adam og Eva“ og „Móses brýtur lögskrána“. Jafn- framt málaralistinni hafði hann mikinn áhuga fyrir gullgerð og ofbauð heilsu sinni við tilraunastarfsemi og grúsk. Hann lézt í Casal Maggiore 1540, aðeins 36 ára gamall. 5 BRÚÐARRÁNH). Olía, léreft': 106X138. Álímd. TURCHI (1582—1648) Alessandro Veronese Turchi, einnig nefndui- L’Orbetto, var fædd- ur í Verona, og þar naut hann fyrst tilsagnar í málaralist hjá Felix Riccio. Sextán ára fór hann til Feneyja og gekk þar í skóla hjá Carlo Gagliari, sem var sonur Poulo Veronese, og mikilsvirtur málari. Eftir nokkurra ára nám í Feneyjum hvarf hann til Rómar, en þangað lágu þá leiðir allra, sem gátu vænt sér nokkurs frama í málaralistinni. Þar kynnti hann sér verk hinna liðnu meistara, einkum verk Michelangelo. Jafnframt tók hann að leggja stund á helgimyndagerð, og málaði altaristöflur fyrir ýmsar kirkjur í Róm, en Flótti Maríu og Jóseps til Egypta- lands, sú mynd, sem hér er sýnd, hefur jafnan verið talin á meðal fremstu verka hans. Hennar er getið í alfræðabókum og listasögum, þar sem þessa listamanns er minnst. Mesta og stórbrotnasta verk Alessandros Veronese er þó Þjáningarsaga hinna 40 píslarvotta í St. Stefano-kirkjunni á Verona. Myndir eftir hann eru til í flestum stærri listasöfnum Evrópu, m. a. í Vín, Louvre. Berlín, Dresden og Leningrad. Mynd ]>essa, Flóttinn ti'l Egyptalands, keypti George Granville greifi af Harcourt í Róm 1842, en síðan hefur hún verið í safni Harcourt-ættarinnar í Nunhampark-höll við Oxford. unz hún var seld ásamt öllu Harcourt-safninu 1948. Myndarinnar er m. a. getið í The Harcourt Papers, III bindi, 10


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.