loading/hleð
(11) Blaðsíða 11 (11) Blaðsíða 11
og x stórverki dr. Waagen’s: Treasures of Art in Great Britain, Supp. bls. 351. 6 FLÓTTINN TIL EGYPTALANDS. Olía, léreft: 173x1«. Álímd. BARMERl (1590—1666) Giovanni Francesco Barbieri gekk einnig undir nafninu Guercino, hinn rangeygði, fæddist í Cento við Ferrara 1590 eða ’91. Hann þótti fálátur drengur og ómannblendinn, feiminn og átti til fá- tækra að telja. Tíu ára gamall vakti hann almenria athygli í fæðingarbæ sínum fyrir mynd af Maríu Guðsmóðir, sem hann hafði dregið með litsteini framan á hiis foreldra sinna, Þótti mynd þessi svo frábær, miðað við 10 ára barn, að samborgarar hans höfðu forgöngu um að koma honum til náms hjá málaran- um Zognoni í Cento, en síðar komst hann í skóla til Cremononi í Bologna. Barbieri bar frá öndverðu mikla virðingu og aðdáun x brjósti fyrir verkum Lodovieo Caracci, sem gert hafði kxipulfreskju í dómkii-kjunni í Cento, og þykja verk hans sum svipa nokkuð til verka Caracci. Eftir að hafa dvalið við náxn í Ferrara og Fen- eyjum, settist Barbieri að í Róm og var þar nokkur ár í þjón- ustu Gregoriusar páfa XV. Þar gerði hann frægustu mynd sína „St. Pietronilla”, sem lengi var í kiipli Péturskirkjunnar í Róm. Seinna var mynd þessi „endurreist" í mosaik og varðveittist nxi þannig í lofthvelfingu hinnar helgu kirkju. Frummyndin er geymd í Capitolium-safninu. Eftir lát Gregoriusar XV. 1623 sneri Barbieri heim til fæðingar- borgar sinnar og lagði þar stund á helgimyndagerð með vaxandi orðstír. Arið 1642 flutti hann til Bologna og dvaldi þar til æviloka. Starfsævi Barbieri er skipt í þrjxi tímabil: Rómar-. Cento- og Bologna-txmabilin. Myndin, sem hér er sýnd, er talin vera frá efri árum Barbieri og falla undir Bologna-tima- bilið; hana keypti markgreifinn af Exeter af Sir Edward Mar- wood Elton 1885, og hefur hún til skamms tíma verið á land- setri greifaættariimar Burleigh Ilouse við Northamton. Mynd hliðstæð þessari er til í Brera-safninu í Milano. 7 ENGILLINN BIRTIST HAGAR. Olía, léreft: 141X108. Álímd. 11


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 11
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.