loading/hleð
(12) Blaðsíða 12 (12) Blaðsíða 12
ROSA (1615—1673) Salvador Rosa fæddist í grennd við Napoli 1615, og átti til efnafólks og ættríkra að telja. Foreldrar hans vildu láta hann ganga menntaveginn og gera hann að kirkjunnar manni, sem þá var vísasti vegurinn til frama. En skólanámið sóttist hon- um illa, og þar kom, að hann strauk úr skólanum eitir alvar- lega árekstra við kennaralið skólans. Þá var honum komið fyrir á heimili málarans Fraeanzano, en hann var kvæntur systur Salvadors. Hér komst Salvador Rosa fyrst í kynni við pensil og liti, og fékk brátt mikinn áhuga fyrir málaralistinni. Náði hann skjótt góðri leikni sem málari, án þess þó að afla sér nafns og álits í faginu. Lét hann þá skeika að sköpuðu og gerð- ist félagi í bófaflokki, sem um árabil olli Napoli-búum þungum búsifjum. I þeim ævintýrum lá Salvador Rosa jafnan undir ber- um himni og á þeim árum er talið að hann hafi aflað sér þess innsæis í ítalskt náttúrulíf, s’em var uppistaðan í list hans og grundvöllurinn fyrir frægð hans síðar í lífinu. En verulega at- hygli vakti hann t'vrst sem söngvari og leikritaskáld. Salvador Rosa hlaut mikinn frama í lifanda lífi og hefur jafnan 12


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 12
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.