loading/hleð
(13) Blaðsíða 13 (13) Blaðsíða 13
síðan verið talinn einn fremsti málari ítala á 17. öld. Hann er talinn fyrsti boðberi rómantísku stefnunnar í málaralist, en sú stefna verður fyrst ofan á á 19. öldinni. Þykir hann sameina þá stefnu vel við renaissancestefnuna og standa þó bil beggja. Myndir eftir Salvador Rosa eru nú í flestum þjóðsöfnum heims. Hann dó í Róm 1673. 8 LITLI HJARÐSVEINNINN. Olía, léreft: 35X46,5. Álímd. DOLCI (1616—1686) Carlo Dolci, fæddur í Florence 1616, lærisveinn Jacopo Vignali. Hann vakti ungur eftirtekt fyrir fínleik og næma trúartúlkun í helgimyndagerð. Það var hinn andlegi blær fremur en listrænt form, sem þótti gefa myndum hans gildi. Þjáningarsaga Krists og helgra manna voru honum kærust viðfangsefni. Myndir eftir Dolci eru víða í kirkjum á Italíu og í öllum helztu söfnum Evrópu. Hann lézt í Florence 1686. 9 MARÍA GUÐSMÓÐIR. Olía, léreft: 76 X 63,5. Álímd. Myndin er yfirmáluð og óvíst um hvort hún er upprunaleg. Komin úr safni Isabellu F. Weston 1949. 10 SESILÍA HELGA. Olía, léreft: 66X53. Álímd. Myndin er keypt úr safni markgreifans af Exeter. IMPERIALI Girolamo Imperiali ól aldur sinn í Genúa, og um 1640 er hann talinn önnum kafinn helgimyndamálari þar í borg. Um fæðing- arár né dánardag hans er ekki vitað með nokkurri vissu. Sumir halda því fram, að Imperiali hafi látið af störfum sem listmál- ari á miðri ævi og gengið í þjónustu Giulio Benson, sem var kunnur koparstungumaður og arkitekt. I Uffizi-safninu eru til tvær myndir eftir Imperiali. 11 NÓI ÁVARPAR SONU SÍNA OG TENGDADÆTUR. Olía, léreft, sporöskjulöguð: 96X119. Álímd. 13


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 13
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.