loading/hleð
(15) Blaðsíða 15 (15) Blaðsíða 15
hann þá að sjá sér f'arborða með því að mála myndir af um- renningum og leysingjalýð, og tókst svo vel að lýsa sálarlífi þessa fólks, að myndir hans vöktu þegar athygli og urðu mjög eftirsóttar. Færni hans var þó enn ekki mikii, áferðin hrjúf, en litauðgin mikil, sterk og áhrifarík. I þann mund var það háttur ungra málara að bjóða upp myndir sínar á sölutorginu Feria og fóru þessi uppboð fram vikulega og þar seldi Murillo mikið af æskuverkum sínum. Arið 1642 kom Pedro de Moya, gamall nemandi del Castillo og kunningi Murillo, heim til Sevilla eftir langa útivist með fiæmskum málurum og nokkra dvöl í skóla hjá van Dyck í Englandi. Hvatti hann Murillo mjög til að ieggja land undir fót og forframast á iistabrautinni, fara helzt til Rómar. Þótt ekki yrði af utanförinni, ýtti þetta svo undir Murillo, að hann áræddi að sækja um upptöku í skóla Velazquez, sem þá stóð á hátindi frægðar sinnar í Madrid. Velazquez tók Murillo tveim höndum og reyndist honum sem sannur faðir þau þrjú ár, sem hann dvaldi undir handleiðslu lians í Madrid. Að þeim tíma liðnum, eða 1645, sneri Murilio aftur heim til Sevilla og fékkst þá um skeið einvörðungu við helgimyndagerð fyrir F'ranciscusar-munka til skreytingar á klaustri þeirra „utan múra“ Sevillu. 1648 kvæntist hann auð- ugri konu, sem verið hafði fyrirmynd að mörgum Maríu- myndum lians. Árið 1660 stofnaði hann, ásamt fleirum áhrifa- mönnum í málarastétt, listaháskóla í Sevilla og var fyrsti for- seti hans. Hann er talinn höfundur þeirrar málarastefnu, eða stíls, sem seinna var nefndur Sevilla-stíllinn. Tíftir 1674 málaði hann aðallega fyrir auðmenn, sem létu hann gera myndir fyrir fyrrnefnt Franciscusar-klaustur, einkum úr sögu klaustursins, og sú mynd, sem hér er sýnd, er ein af frummyndum að kunnasta verki hans frá þessu tímabili: Heilag- ur Tómas frá Villanueva útbýtir ölmusu. Hún er sögð vera í einkasafni Williams Brough djákna af Gloucliester 1672. Full- gerða myndin er nú í Prado-safninu í Madrid. Murillo lézt i Sevilla 1682. 13 HEILAGUR TÓMAS FRÁ VILLANUEVA ÍJTBÝTIR ÖLM- USU. Olía, léreft: 61X18. Álímd. Myndin er kevpt úr safni F'. \V. Dale Stoke-on-Tent. 15


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (15) Blaðsíða 15
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/15

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.