loading/hleð
(18) Page 18 (18) Page 18
DE BLOOT (1601—1658) Pierre de Bloot var upprunninn í Antwerpen og dvaldi þar all- an sinn aldur. Hann var virtur listamaður. gleðimaður mikill og hvers manns hugljúfi. Hann sóttist eftir að mála „skuggahliðar lífsins“, og valdi sér fyrirmyndir í vínkrám, fangelsum og öðr- um afkimum og skúmaskotum tilverunnar. Þykja verk hans bera vott um frábært innsæi í sálarlíf manna. 16 GULLGERÐARMAÐUR í VINNUSTOFU SINNI. Olía. tré: 33X28. VELDE (1610—1693) William van de Velde var fæddur í Layden í Hollandi 1610, dáinn í London 1693. Hann stundaði sjómennsku í æsku og fékk þeg- ar á unga aldri mikinn áhuga fyrir að mála sjávarmyndir. Vakti þessi viðleitni hans svo mikla athygli, að ríkisstjórn Hollands réði hann í þjónustu sína og fékk honum sérstakt skip til um- ráða, svo að hann gæti „staðið á gæjum“ við sjóorustur, til þess að binda þær í myndir. Karl II Bretakonungur bauð hon- um til Englands, ásamt með syni hans, Willem van de Velde, yngra, og ílenduzt þeir feðgar báðir í Englandi. Þeim hlotnaðist sá heiður að verða hirðmálarar Bretakonungs, og myndir eftir Willem van de Velde, eldra, frá efri árum hans í Englandi, eru m. a. til í Hampton Court-höllinni. Viðfangsefni sín sótti hann oft í sjóorustur milli enskra og hollenzkra skipa, og á sumar myndir sínar skrifaði hann til skýringar: „Séð af skútunni minni“, eða „Þetta var, þegar ég var staddur á skútunni minni“. Hann getur og oft um nöfn skipanna, sem við eigast, og skip- herra þeirra. Sonur Willem's, Willem van de Velde, yngri, fet- aði trúlega í fótspor föður síns og varð einn þekktasti sjávar- málari, sem sögur fara af. Þeir feðgar og alnafnar hvíla hlið við hlið í garði St. James kirkjunnar við Piccadilly. 17 BRIM. Olía, léreft: 118X148,5. Álímd. 18


Nokkur gömul málverk

Year
1949
Language
Icelandic
Pages
32


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Link to this page: (18) Page 18
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/18

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.