loading/hleð
(25) Blaðsíða 25 (25) Blaðsíða 25
mikið af vatnslitamyndum og koparstungum fyrir ýmis tímarit og ferðast í því skyni um mestallt England í leit að verkefnum. El’tir að Turner verður kosinn meðlimur konunglega akademís- ins 1802, hættir hann þessu starfi að mestu, og fer til megin- landsins sama ár, í fyrsta sinn, og má nú telja, að hið eigin- lega listamannsskeið hans hefjist. A milli 1803 og 1815 heldur hann sig heima í Englandi, sem Napoleonsstyrjaldirnar höfðu einangrað algjörlega frá megin- landinu, og vinnur nærri eingöngu með vatnslitum. Að styrjöld- unum loknum, 1819, fer liann fyrstu ferð sína til Italíu, og hér verður um hann eins og marga fleiri af samtíðarmönnum hans, að hann hneigist að hinni hálf-klassisku list Lorrain og Poussin, málar draumóralandslag með gyðjum og klassiskum rústum, þokukennt og heillandi. Hér sker Turner sig úr, eins og alltaf, því jafnvel í þessum fyrstu myndum kemur fram hið hárfína litbragð hans og mikla skapandi gáfa. I þessari ferð gistir Turner Feneyjar og verður þar fyrir mikl- um áhrifum, sem veldur því án efa, að hann fer að nota olíuliti mun meir en áður. Eftir að hann kemur heim frá Ilalíu, 1823, sýnir hann myndir sínar í akademíinu og vekja þær svo mikla at- hygli, að hann er nokkru seinna gerður prófessor „I perspektifu" við þá virðulegu en íhaldssömu stofnun. 1830 fer Tumer í annað sinn til Ítalíu og málar nú nærri ein- ungis í Feneyjum. I þeim myndum koma að fullu fram þau sérkenni, sem seinna mörkuðu alla list hans. Nú verður landslag' í myndum haus æ meiri spegill sjálfs ljósvakans, sterkir sól- stafir og ljósþrungið mistur, sem ekki þekkir lengur útlínur né form, ekkert efnisþungt eða jarðbundið, en lifir aðeins í lita- hillingunum einum. Constable sagði eitt sinn um Turner, að hann væri mesti snill- ingur vatnslitanna, jafnvel þegar hann notaði olíu. Þessi orð lýsa litameðferð Turners mjög vel, þvi meira að segja í stærstu olíumyndum hans er litborðið svo ferskt og fljótunnið, að frek- ar líkist vatnslitum, þunnum og fljótandi, en hinum efniskennda olíulit. Þótt Turner og Constable séu báðir á sama skeiði og hafi báðir orðið fyrir miklum áhrifum Girtins, er bæði list þeirra og mann- gerð eins ólík og tveir andstæðir pólar. Constable er seinn til 25


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 25
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.