loading/hleð
(26) Blaðsíða 26 (26) Blaðsíða 26
þroska, vinnur hægt, næstum því vísindalega. Ávöxturinn er ekki stórbrotinn, en svo fínn og lýriskur, að varla verður fundið neitt til samanburðar í enskri list. I Turner er hins vegar neisti af ofurmenni. Honum skeikar oft, stundum næstum ótrúlega, en hann skapar aftur á móti listaverk, sem stafa slíkri litadýrð, slíkri upphafningu, að aðrar myndir rómantíska tímabilsins verða allt að því klúrar við jöfnuð. Turner dó í London 19. desember 1851, og er ævi hans einn undarlegasti listamannsferill, sem hægt er að finna. Þegar farið var að hyggja að myndum hans, sem lágu eftir hann óseldar, og hann hafði ánafnað National Gallery, kom í ljós, að þær voru nærri 20 þúsund talsins, flest vatnslitamyndir. 24 HOFBYGGING, BORG í FJARSKA. Olía, léreft: 00X87,5. UWINS (1782—1857) Thomas Uwins var enskur málari, fæddur 1782. Hann nani fyrst koparstungugerð og teikningu, og gekk síðan á konunglega lista- háskólann í London. Að loknu námi þar lagði hann um tíma stund á bóklýsingar og vignettugerð. 1810 var hann kjörinn meðlimur „Water-Colour Cociety" og varð þrem árum síðar fastur starfsmaður þeirrar stofnunar. 1824 fór hann til Italíu og dvaldi þar samfleytt í 8 ár. en við heimkomuna veittist honum hver framinn öðrum meiri. 1838 var hann kjörinn heið- ursborgari listaháskólans. 1844 var hann skipaður yfirbókavörð- ur sama skóla, einkasafnsvörður drottningarinnar varð hann ári síðar, og loks yfirsafnsvörður málverkasafns ríkisins (National Gallery) 1847. Því starfi gegndi liann til 185.5, en lét þá af embætti vegna vanheilsu. Hann lézt 1857. Myndir eftir Uwins eru lil í f'estum söfnum í Englandi og víða í söfnum utan Englands. 25 JÚNÍ. Olía, tré: 38X48. COX (1783—1859) Eins og hefur verið minnzt á framar í sýningarskránni. voru áhrif Girtins á þá ungu listamenn, sem áttu eftir að móta 26


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 26
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.