loading/hleð
(28) Blaðsíða 28 (28) Blaðsíða 28
í mynd þeirri, sem hér er sýnd, kemur vel fram sú fína og lýriska náttúrulýsing, og það viðkvæma pensilfar, sem er svo einkennandi fyrir Cox. 26 FJALLAKYRRÐ. Olía, léreft: 25,5X20,5. Aftan á myndina er límt bréf frá listasafninu í Birmingham, þar sem segir m. a. að myndin muni áreiðanlega vera máluð fyrir 1839, og lætur forstjóri listasafnsins þau orð falla, að hann telji myndina sérlega. hrífandi. Myndin er í einkaeign. BRISTOW (1787—1876) Edmund Bristow, enskur dýramálari, sýndi verk sín nokkrum sinnum á British Gallery við fremur daufar undirtektir. Victoria drottning keypti af honum nokkrar myndir, og var ]>að mesti frami hans í lífinu. 27 A FLÓTTA. Olía, léreft: 23,5X33. STANFIELD (1793—1867) WiUiam Clarkson Stanfield var af írsku bergi brotinn, kominn af skáldum og rithöfundum í báðar ættir. Hann hóf lífsferil sinn sem sjómaður, og hafði farið víða um heimshöfin, séð margt og kynnzt mörgu, þegar hann lét af þvx starfi 25 ára gamall til þess að gerast leiktjaldamálari við Old Royalty-leikhúsið í London. Hann náði skjótum frama í þeirri list og kepptust leikhúsin um að ráða hann í þjónustu sína. En samtíinis leiktjalda-Iist- inni fullgerði hann ýmis málverk frá sjómannsárunum, og vöktu þær rnyndir mikla athygli, einkum sjávarmyndir hans. 1830 sagði hann skilið við leiktjiildin og gaf sig óskiptan á vald málaralistinni eftir það. Hann var hinn mesti ferðarokkur og dvaldi mikinn hluta þroskaára sinna utan Englands, enda eru landslagsmyndir hans flestar frá Ólpunum, Italíu og Pyrenea- fjöllunum. Hann gerði og nokkrar myndir sögulegs efnis, til dæmis „Orustan við Trafalgar" og „Portsmouth-höfn“. Þessi mynd Stanfields, „Pie de Midi d’Ossain“, var síðasta mvdin, sem hann sýndi á samsýningu brezkra málara, en hún var í konung- 28


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 28
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.