loading/hleð
(3) Blaðsíða 3 (3) Blaðsíða 3
FORMÁLSORÐ Listaverk þau, sem hér um getur, eru flest hingað komin frá Eng- Iandi, en nokkur frá Italíu, Frakklandi og Hollandi. Með trausti, vel- vild og fyrirgreiðslum góðra manna hef ég aflað mér umráðaréttar á þeim um stundarsakir með það fyrir augum að gefa íslendingum kost á að eignast þau, ef þeir vildu. En nú er svo komið efnahag manna hér á landi, að þeir, sem vilja, geta ekki, — og er nú senn komið að skuldadögunum. Virðist því ekki annað bíða þessara mynda, en að þær reytist héðan í ýmsar áttir. Hef ég því afráðið, áður en svo fer, að gefa fólki kost á að sjá þær, og hafa nokkrir vinir mínir hvatt mig til þess. Kann ég þeim öllum liinar beztu þakkir fyrir heil ráð og ýmsa aðstoð við undir- búning þessarar sýningar. Vil ég þar sérstaklega nefna Jón Þorsteins- son, íþróttakennara, Jóhannes S. Kjarval og Björn Th. Björnsson, list- fræðing, sem manna bezt hafa dugað mér. Enginn má halda, að þetta sé nein yfirlitssýning, — heldur eru myndirnar aðeins nokkrir staksteinar, sem veita þó dálitla innsýn í þró- unarsögu málaralistar í Evrópu þær fjórar aldir, sem sýningin nær til. Sigurður Benediktsson.


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.