loading/hleð
(32) Blaðsíða 32 (32) Blaðsíða 32
til þess naturalistiska stíls, sem tíðkaðist sérstaklega í Dan- mörku og Hollandi eftir miðja síðustu öld. JERICHAU (1819—1881) Elisabeth Maria Anna Baumann-Jerichau var fœdd í Varsjá 1819, en lézt í Kaupmannahöfn 1881. Hún naut fyrst tilsagnar Karls Shon í Diisseldorf, og var síðan í einkaskóla þeirra Lessing og Hilderbrands. Frá öndverðu var henni kærast viðfangsefni að mála konur, og þótti henni sýnt um að framhefja hið fína, kven- lega f fari kynsystra sinna. Hún var og eftirsóttur andlitsmynda- málari og málaði margt forvígisfólk sinnar samtíðar í Evrópu, m. a, alþekkta mynd af ævintýraskáldinu H. C. Andersen. Arið 1816 giftist hún danska myndhöggvaranum Jens Adolf Jeriehau, og bjuggu þau búskaparár sín til skiptis í Danmörku og Italíu. Á árunum 1860—’70 sýndi hún árlega myndir sínar á Saloninum í París og konxmglega akademfinu í London. Frú Elisabeth var komin af auðugu foreldri og hlaut hið bezta uppeldi, Hún var gædd víðtækri listagáfu, söngkona góð og' músíkmenntuð. Ennfremur skrifaði hún a. m. k. tvær bækur, aðra um uppvaxtarár sín í PóIIandi, hina ferðíiminningar. Af- komendur hennar eru margir í Danmörku. Þess má geta, að Sigurður Guðmundsson málari var nemandi Adolf Jerichau og bjó á heimili þeirra hjóna. 39 DÖNSK SVEITASTÚLKA. Olía, léreft: 9>)X73. RASMUSSEN (1842—1914) ' Georg Anton Rasmussen var fæddur í Stavangri í Noregi 1842, en dó í Berlín 1914. Hann nam fyrst hjá Rhode í Stokkhólmi, en síðan við listaháskólann í Diisseldorf. Myndir eftir hann eru m. a. til í söfnum í Bergen, Osló, Dresden, Elberfelt, Stokkhólmi og Kaupmannahöfn. 40 PÓSTSKIPIÐ BÍÐUR. Olía, léreft: 1S4X136. 32


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 32
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.