loading/hleð
(5) Blaðsíða 5 (5) Blaðsíða 5
ÍTALSKI SKÓLINN TITIAN (1477—1576) Tiziano Vecelli, einn mesti listamaður, sem nokkru sinni hefur verið uppi, er fæddur í Alpahéraðinu Cadore, nokkru fyrir norð- an Feneyjar, árið 1477. Gömul og falleg sögn segir frá því, að þegar hann var lítili drengur, hafi hann búið sér til liti úr safa ýmissa blóma, og málað með þeim mynd af heilagri Maríu. Myndin þótti svo falleg, að faðir hans fór með hann til Feneyja og kom honurn þar í listskóla liins mikla meistara Giovanni Bellini. Líklegast er talið, að Titian muni fyrst í stað hafa numið hjá listamanni einum, að nafni Zuccato, og muni þaðan liafa farið í vinnustofu Bellini. Um þetta eru ekki til neinar áreiðan- legar heimildir, en varla er að villast um mót Bellinis á hinum fyrstu myndum hans. Samt urðu áhrif annars manns drýgri í list Titians, — birtan frá hinum unga en skammlífa snillingi Giorgione. Giorgione var höfundur nýrrar listrænnar túlkunar. I myndum hans kemur fram nýr ljóðrænn strengur, tjáning nýrrar og frjálsari túlkunar gaguvart manninum og þeirri náttúru, sem hann lifir í. I'egar Giorgione dó í plágunni miklu 1310, aðeins 33 ára að aldri, fól hann örlög þessa nýja stíls í hendur vinar síns, Titiani. Hefði áreiðanlega enginn listamaður 16. aldarinnar valizt betri til þessa, því í list sinni sameinar Titian snilldar- lega tækni Ijóðrænni og djúp-mannlegri tilfinningu. Frægð Titians var engu síðri í lifanóa lífi en eftir hans dag. Allir konungar og auðmenn álfunnar kepptust um hylli hans; 5


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 5
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.