loading/hleð
(7) Blaðsíða 7 (7) Blaðsíða 7
House, númer 201 í skrá safnsins, þar til er hún var keypt til Íslands 1947. „Mynd ]>essi er með afburðum fögur. Venus liggur hér sofandi á skarlatsrauðu klæði, lineppt blómum, með aðra höndina undir höfðinu en hina í skauti sér. Hún sefur undir greinum mikillar eikar, en til hægri opnazt auganu hluti af landslagi Cadore með húsaþyrpingu og hinum forna kastala að Mel. Fyrir framan þorpið liggur særður hermaður, en hirðingi með staf kemur honum til hjálpar. Yfir allri myndinni ríkir mild og ró kvöldslikja, og hvert form í líkama Venusar hvílir í djúpum blundi. Það er aðeins mikils snillings, að anda sömu tilfinningu í mynd nakins líkama og landslag, og skapa úr því eina samstillta heild. En hér er þetta gert. Litglóðin í trjánum og húsunum, hinn djúpi svefn í and- litinu, hinar gljúpu línur líkamans, allt slær það strengi sömu tilfinninga“. Titian lifði langa ævi, dó 27. ágúst 1576, 99 ára gamall, enda liggur eftir hann meira ævistarf og stórkostlegra en flesta aðra listamenn heimsins. 1 SOFANDI VENUS. Olía, léreft: 123X166. Myndin er álímd. I bókinni „Life of Titian“, eftir Crowe & Cavalcaselle, sem er stærsta og viðurkenndasta heildarútgáfa um ævi og starf Titians, er talið að myndin sé áreiðanlega gerð í vinnustofu Titians og tímasett þar 1523. BONIFAZIO (1487—1553) Bonifazio di Pitati, öðru nafni Bonifazio Bimho Vcronese, er fæddur í Verona 1487. Hann stundaði nám sitt hjá Palma Vecchio í Feneyjum og ílendist þar sem samstarfsmaður meist- ara síns og arftaki að honum látnum. Þótt Bonifazio sé fremur ófrumlegur listamaður, var hann hátt metinn af samtíð sinni og mjög mikilvirkur. Ahrifa hinna helztu starfsfélaga hans, sérstaklega Giorgino, Titians og Bor- done, þykir gæta um of í verkum hans, enda ber sú mynd, sem hér er sýnd, g'löggt merki þess. Myndir eftir Bonifazio eru í öllum hinum þekktari þjóðsöfnum álfunnar og mörgum einka- söfnum. Hann lézt í Feneyjum 1553. 7


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (7) Blaðsíða 7
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/7

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.