loading/hleð
(9) Blaðsíða 9 (9) Blaðsíða 9
myndir, hinar frægustu þeirra eru „Veiðigyðjan“ og „Fall Troju- borgar". Hann hafði hafizt handa um að myndskreyta dóm- kirkjuna í borginni, þegar hann var kallaður aftur til Rómar og skipaður yfirsmiður Péturskirkjunnar, að San Gallo látnum, árið 1546. En ekki entist honum líf til þess að taka við því mikilvæga starfi, því hann andaðist litlu síðar, rétt í þann mund, er hann var að búa sig til brottfarar frá Mantua. Romano fullgerði margar af myndum Rafaels, ekki einasta veggmálverkin í Vatikaninu, heldur einnig margar af þeim Maríumyndum, sem Rafael eru eignaðar. Einnig lauk Romano við teikningar þær fyrir hinum miklu veggtjöldum, sem skreyta áttu Sistinsku kapelluna við hátíðleg tækifæri, sem Rafæl var byrjaður á. Meðal helztu sjálfstæðu verka hans, auk þeirra, sem hafa verið nefnd, má telja freskómyndirnar í Villa Lanti og í Iíirkju Hei- lagrar Þrenningar í Róm, hinar merkustu. 3 ORUSTA. GOÐSAGNAMÓTÍF. Sepía, pappír: 26,5X40. Aritunin á myndinni er ekki upprunaleg. 4 VULKAN HERÐIR VOPN ACHILLUSAR. Sepía, pappír. 32,5X29,5. PARMICIANO (1504—1540) Parmiciano eða II Parmigiono hét réttu nafni Francesco Maz- zuola. Hann var fæddur í Parma 1504 og ólst upp með föður- bræðrum sínum, listrænum sérvitringuin og draumóramönnum. Er álitið að þeir hafi mjög mótað list fóstursonar síns og frænda, og þaðan sé runninn hinn sviflétti draumhyggjublær, sem öðru fremur einkennir verk þessa listamanns. Ekki er álitið, að Mazzuola hafi gengið í neinn skóla né notið tilsagnar nokkurs einstaks málara. En fyrirmynda sinna leitaði hann fyrst í verkum Correggio, og síðan í verkum þeirra Michel angelo og Rafaels. Tvítugur að aldri kom hann til Rómar, en þar tók Clement páfi VII. hann upp á arma sína og lét hann mála myndina „Umskurðurinn“ fyrir stjórnarráðshöll páfastóls- ins. Hér komst hann í nánari snertingu við verk Rafaels en nokkru sinni áður, og svo vel þótti Mazzuola takast að tileinka 9


Nokkur gömul málverk

Ár
1949
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Nokkur gömul málverk
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 9
https://baekur.is/bok/61855dc1-6e01-4b0a-9fb8-05b3e94a937e/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.