loading/hleð
(3) Blaðsíða 1 (3) Blaðsíða 1
Ilvsið á þetta að vera? Þannig hljóðar spurning sú, sem oftast er lögð fyrir listamenn samtíðarinnar. Sé t. d. um málara að ræða, hlýtur svarið alltaf að verða: Þetta er málverk og ekkert annað en málverk. Setjum svo, að listaverkið sé af konu. Mótbára áhorfandans verður þá gjarnan: Svona lítur engin kona út. Þar er komið að þeim misskilningi, sem hefur orðið listamönnum síðari tíma hvað þyngstur í skauti. Málarinn er ekki að leitast við að búa til konu, eitthvað sem er alveg eins og kona, eða hvað sem kann að vera hinn táknræni grund- völlur undir verki hans. Hann er að skapa verk, sem lifir sínu eigin lífi eins og nátt- úran lifir sínu, án þess að það þurfi að styðjast við neitt annað en sjálft sig. Athyglin beinist fyrst og fremst að því eina, sem skiptir verulega máli, myndfletinum. Efnið sagan, fyrirmyndin eru eitt, listaverkið annað. Listamaðurinn skapar náttúru, en líkir ekki eftir þeirri sem er fyrir. Hina fullkomnu andlitsmynd er hægt að fá með því að líta í spegil. Þannig var það einnig að vissu leyti á tímum Renesansins, þegar listamennirnir hurfu lítt frá hinu ytra borði náttúrunnar, en skáru sér langtum þrengri stakk gagnvart henni, en tíðkazt hefur á flestum öðrum tímabilum listasögunnar. Þetta tímabil hefur oft verið talið gullöld lista í Evrópu og verk þess bæði falleg og auðskilin öllum. En skilningur alls þorra manna á þeim er án efa all yfirborðskenndur. Meistaraverk 1


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða 1
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.