loading/hleð
(32) Blaðsíða 30 (32) Blaðsíða 30
hans má ætíð rekja til hins séða, þess sem snart tilfinningar hans. Allt kemur eðlilega fram í verkum þessa manns, jafnt hlutir sem ytri hræringar manneskjunnar og hugsanir. f augum slíks listamanns eru engin takmörk milli hins ytra og innra mannlífs, enda er þetta tvennt tengt hvað öðru með ótal þráðum, sem ekki bresta, þó teygðir séu til hins ýtrasta. Þeir ná frá hinu raunhæfasta til djörfustu sýna draumheimsins. Það má líkja Picasso við framúrskarandi kafara, sem færir okkur óvænta fjársjóði úr dj úpunum. Það væri heimskulegt að álíta þanu mann á flótta frá veruleikanum, sem í algleymi virðir fyrir sér æfintýraríki stjörnublikandi næturhiminsins. Hitt mun sönnu nær, að e rhann snýr sér aftur frá þessari sýn til umhverfis síns, sé sjónin skarpari á eigindi þeirra hluta, er fylla hið daglega líf okkar. Það ætti ekki að felast nein nýjung í þeirri staðhæfingu, að tilvera listaverks byggist ekki á því hlutlæga. Því aðeins er verkið háð fyrirmyndinni, að höfundi þess hafi ekki heppnazt að hefja það yfir lýsingu ytri einkenna hennar. Það listaverk er ekki ti lfrá neinum tíma, sem snortið hefur djúpt við mannlegum tilfinningum einungis vegna „motivs“ síns. Vafalaust munu þó ýmsir mótmæla þessu og bera það fram máli sínu til stuðnings, að hið frásagnarkennda létti almenningi aðgang að listum. Slíkar röksemdir spretta af lágkúrulegri tegund mannkærleika. Þekkingarskortur al- mennings er ástand, sem heimskulegir þjóðfélagshættir bera ábyrgð á og stendur til bóta með bættu skipulagi. Það væri ekki rétt að miða listina við það. í sjálfu sér er það aukaatriði, hvort listamaðurinn vinnur hlutlægt eða óhlutlægt. Spurningar þær, sem áhorfandanum er hollt að leggja fyrir sjálfan sig andspænis verkum hans, eru þessar: túlkar þessi maður æðaslög samtíðarinnar, óskir hennar og vonir? Er hann miðill þeirra afla, sem hrærast í djúpi vitundar okkar? Er hann þess megnugur að tjá okkur í ótal breytilegum formum sprottnum úr fegurðardraum- um hans, lífsreynslu sína og kenndir? Síðustu verk Picassos gefa greið svör við slíkum spurningum. Nærvera fyrirmyndar verður hégómi einn hjá þeirri orku andans, sem gefur þeim mál og líf. 30


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (32) Blaðsíða 30
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/32

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.