loading/hleð
(5) Blaðsíða 3 (5) Blaðsíða 3
Þegar hinu hávísindalega uppeldi nútímans, sem felst aðallega í hugtakinu: þú mátt ekki, er lokið, tekur hin heilbrigða skynsemi við. Ottinn við að verða barnalegur eða öðruvísi en allir aðrir nálgast skelfingu og meðalmennskan verður hin æðsta dyggð. Afleiðingin er niðurbældur persónuleiki, sem þorir varla að vera til nema undir áhrif- um áfengis. Þörf barnsins fyrir list er horfin, ímyndunaraflið verður hlægilegt. Listin verður óþarfi, búslóðarhefð, hentug tækifærisgjöf, og þeir listamenn, sem ekki beygja sig undir þessar smávægilegu þarfir fjöldans, sérvitringar eða letingjar í augum hans. Margar þær þjóðir, sem við köllum frumstæðar, standa okkur á mörgum sviðum langtum framar, ekki hvað sízt í listum. Sú sköpunarhvöt, sem með okkur er einkenni barna, þróast hjá þeim fram á fullorðinsár. Þeirra er meir en þörfin fyrir list, listin er órjúfanlegur þáttur af lífi þeirra. Hver einasti búshlutur, ker, ábreiða, klæði, verð- ur talandi tákn auðugs ímyndunarafls. Samband fólksins við náttúruna er nánara, persónan eðlilegri. Listamaðurinn hverfur sem einstaklingur, því að listin er eign allra. Nútímalistamaðurinn leitast við að taka upp þráðinn, þar sem hann féll niður í bernsku, að þroska með sjálfum sér skilning á því sem barninu er eðlileg staðreynd án meðvitundar: stæling á fullkomleik nátúrunnar verður alltaf ófullkomin. Yerksvið hans er afmarkað af einum myndfleti. Eiríksjökull kemst ekki fyrir í einni stássstofu. Áhrifa náttúrunnar hlýtur alltaf, meðvitandi eða ómeðvitandi, að gæta í verkum hans en hann stælir hana ekki. En heilbrigð skynsemi lætur ekki að sér hæða. Hún segir: Þetta líkist ekki neinu, eða: Þetta er ekki fallegt. Esjan er uppáhaldsfjall Reykvíkinga. Hversu margir hafa grand- skoðað hug sinn og reynt að leiða skynsamleg rök að því, að þeim skuli finnast Esjan fegurri en t. d. Öskjuhlíðin? Þetta hlýtur einhvern veginn að liggja í því, að Esjan hefur annað form, aðra liti en Óskjuhlíðin, sem verka þannig á menn, að Esjan skipar öndvegið. Hvernig er hægt að skýra hughrif mannsins gagnvart náttúrunni á grund- velli heilbrigðrar skynsemi? Væri til maður, sem aldrei hefði séð landslag, aldrei séð sólarlag um síðsumarkvöld í Reykjavík, en alizt upp innan fjögurra grárra veggja. Sýndi maður honum þetta og 3


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (5) Blaðsíða 3
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/5

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.