loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
síffan abstrakt málverk. Hvort mundi liann skilja betur, landiff eða málverkið? Yrði hvort tveggja abstrakt eða hvorugt? Þaff má segja, aff samtíðin hafi alizt upp innan fjögurra grárra veggja gagnvart listinni. Hún hefur ekki hugmynd um, hvaff gerzt hefur í list fyrr og síðar. Jafnvel í dag þekkir almenningur ekki Impressionistana frönsku nema af óljósri afspurn, hvaff þá helztu listamenn samtíðarinnar. Þar sem ekki er þörf fyrir list, þar er ekki heldur áhugi. Sál hinnar steinrunnu véla- menningar er dofin og þörfin fyrir list hverfandi. Láti hin heilbrigffa skynsemi svo lítiff, aff skipta sér af listinni, telur hún fingur á listaverki og kinkar kolli séu þeir ná- kvæmlega tíu. Hið áffur ókunna vekur gjarnan andúff ef ekki hrylling hennar. Um þetta gætu þeir Galilei, Darvin effa Cezanne borið vitni. Hvaff mundi heilbrigff skyn- semi segja um Sfinxinn í Egyptalandi, hefði hann orffiff til áriff 1920? Þá er þaff fegurffin, sem saknaff er í nútíma list. Fegurff er reikult hugtak. Þaff sem var fagurt í tízku kvenna fyrir 20 árum, er hlægilegt í dag. Sú var tíffin, aff Sviss þótti ljótasta land álfunnar en Holland fegurst, og þannig mætti lengi telja. Fegurðarhugtak nútímans á helzt skylt viff eitthvaff sætt. Þaff eru til hughrif, sem eru dýpri og meiri en þau, sem verffa til fyrir áhrif þessarar óljósu fegurffar. Hinn magnaði þróttur og kynngikraftur Guernica-myndar Picassos eru fyrir utan og ofan fegurff, og sama má segja um margar symfóníur Beethovens. Fegurð er of lítiff tak- mark. Einlægur listamaður leitar eftir útrás án lillits til neins annars en innri þarfar. Sé hann rnikill persónuleiki, verffa verk hans mikil. Af náttúrunnar hendi eru menn misjafnlega móttækilegir fyrir list. Þaff eru til ein- staklingar, sem geta ekki hrifizt af tónlist, hversu svo sem þeir gera sér far um aff kynnast henni. Svipaff gildir um myndlist. Sá sem sér effa heyrir listaverk, verffur að vera aff einhverju leyti listamaffur sjálfur til þess aff geta notiff þess. Þaff er talaff um, að sá maður, sem ann tónlist sé músíkalskur. Sá, sem er ekki þeirri gáfu gæddur, er oftast fús til þess að viffurkenna vanmátt sinn, án þess aff hann fordæmi tónverk, sem hann fær ekki notiff. En þaff er sjaldgæft, aff maffur, sem getur ekki notiff mynd- ar effa „skilið“ hana, sé ekki fyrr reiffubúinn aff afneita henni, en aff hann reyni að kynna sér, aff tilgangur listamannsins sé ef til vill ekki sá aff túlka þaff, sem hann af hefffbundnum ástæffum telur, aff verffi aff felast í listaverki. Aftur eru þeir fjöl- 4


Septembersýningin 1947.

Ár
1947
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
36


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Septembersýningin 1947.
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
https://baekur.is/bok/8643e3b1-a4d0-42a2-879a-797c702cf30f/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.