loading/hleð
(18) Blaðsíða 16 (18) Blaðsíða 16
FRA KONU TIL KONU Kvennalistinn er landssamtök sem starfa nú í þremur kjördæmum, þ.e. Reykjavík, Reykjanesi og Norðurlandi eystra. í hverju þeirra starfa hópar kvenna sem mynda anga. Hver angi kýs sér framkvæmdanefnd. Hún hefur umsjón með starfi angans og annast fjármál hans en allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar á félagsfundum. Hver angi kýs einnig konu í framkvæmda- ráð. Hlutverk þess er að sjá um starfsemi og fjármál Kvennalistans í heild. Þrjár konur sitja nú á þingi fyrir hönd Kvennalistans. Þær myncia þingflokkinn ásamt varamönnum og móta starf og stefnu á þingi í samvinnu við þingráð. Bakhópar eru einnig starfandi í einstökum málaflokkum en fulltrúar þeirra og þingflokksins mynda þing- ráö og móta stefnu þess. Kvennalistinn er lá- rétt hreyfing og starfsemi hans byggir á ákvörðunum og þátttöku þeirra sem þar starfa. Kvennalistinn er opinn öllum sem styðja markmið hans en þau eru að: a) auka áhrif kvenna í samfélaginu, b) vekja umræðu um stöðu kvenna, c) beita sér fyrir bættum kjörum kvenna, d) stuðla að því að viskuforði og reynsla kvenna verði nýtt í þágu betra þjóð- félags, e) beita sér fyrir heimi þar sem konur, karl- ar og börn standa jafnt að vígi, þar sem menning beggja kynja fær að njóta sín og kynferði hindrar engan í að sinna þeim störfum sem hugur stendur til, f) standa að baki fulltrúa Kvennalistans. Kvennalistinn gefur út Kvennablaðið Veru ásamt Kvennaframboðinu í Reykjavík. Auk þess gefur Kvennalistinn út fréttabréf einu sinni í mánuði. $ 9 16 FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
https://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (18) Blaðsíða 16
https://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/18

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.