loading/hleð
(6) Blaðsíða 4 (6) Blaðsíða 4
Hlúum að lifi. jafnrétti þegar hinir ólíku heimar kvenna og karla hafa skarast og viðhorf beggja kynja verða jafnrétthá. En það jafnrétti verður ekki að veruleika nema konur taki sér réttinn til að skapa og öðlist þar með frelsi til að móta þann heim eða það hús sem þær lifa í út frá eigin forsendum. Við viljum móta kvennapólitíska stefnu þar sem öll mál eru skoðuð út frá sjón- arhóli kvenna. En hvað er þá kvennapólitík? Um hana væri hægt að fara mörgum orðum og flókn- um. Konur um víða veröld eru að vinna að því að koma því öllu skilmerkilega á blað. Vinna að kvennarannsóknum, skapa konum nýja sögu, skapa þeim fortíð, afhjúpa líf, störf og menningu sem hafa verið sveipuð þagnar- hjúpi. Slikt endurmat hjálpar okkur að móta kvennapólitíska stefnu, stefnu sem byggir á menningu okkar og lífssýn, reynsluheimi kvenna. En sú kona sem aldrei hefur lesið eina ein- ustu bók um kvennafræði, aldrei heyrt neina fræðilega útskýringu á því hvað kvenna- menning er, aldrei tekið sér orðið kvennapóli- 4 tík í munn, þarf ekki að láta hugfallast. Því kvennapólitík er, þegar allt kemur til alls, ekk- ert annað en að hlusta eftir eigin rödd, taka mið af eigin reynslu, draga ályktanir af eigin hversdagsamstri og þeim vandamálum, stór- um og smáum sem mæta okkur daglega. Ver- um óhræddar við að vita hvað við viljum, hvað við viljum ekki og berum svo niðurstöður okk- ar fram í nafni kvenfrelsis, þar til hlustað er á rödd kvenna til jafns á við karla. í stað þess að miða við hlutverk og stöðu karla eru konur nú farnar að gera sér grein fyrir hinu jákvæða í lífi sínu og reynslu, ein- hverju sem þarf að varðveita og þróa áfram, ekki bara þeirra sjálfra vegna heldur vegna samfélagsins alls. Markmið okkar er að ónot- aður viskuforði kvenna verði nýttur, að hinn sérstaki reynsluheimur þeirra verði gerður sýnilegur og metinn til jafns við viðhorf karla sem stefnumótandi afl í þjóðfélaginu. Þáfyrst geta konur og karlar unnið saman, að karlar viðurkenni og tileinki sér þennan reynsluheim, á sama hátt og konur tileinki sér það besta og lífvænlegasta af viðhorfum karla. FRÁ KONU TIL KONU — KVENNALISTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
https://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 4
https://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.