loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
vanmetiö. Þess vegna hlýtur bættur hagur kvenna og þjóöfélagsins alls aö fara saman og mér finnst þaö skipta mjög miklu máli aö viö konur komum þeim sjónarmiöum vel til skila. Af einstökum atriöum, sem ég tel brýnt aö leggja áherslu á eins og staöan er nú má nefna lengingu fæöingarorlofs, sveigjan- legan vinnutíma og stóraukna fræöslu í skólum landsins um fjölskyldulíf og uppeldi barna. Jafnframt er nauðsynlegt að vinna aö viðhorfsbreytingum á öllum sviöum mannlífs- ins, þannig aö viö getum smám saman opnað okkur leið aö samfélagi þar sem kærleikur og skilningur á mannlegum þörfum ræöur ríkj- um.“ Dóra Guðmundsdóttir afgreiðslukona, Reykjavík „Þaö sem fyrst og fremst þarf aö bæta er að tryggja öllum þeim konum örugga barna- gæslu sem vilja og þurfa aö vinna utan heim- ilis. Annaö sem mætti bæta er aö koma á einhvers konar ívilnun í sköttum eða kaupi fyrir þær konur sem vilja gæta barna sinna sjálfar.“ Gróa Halldórsdóttir símavörður, Mosfellssveit „Mér finnst brýnast að endurmeta störf kvenna, þar meö talið húsmóöurstarfiö. Sýni- legt er að þaö þarf aö efla sjálfstraust kvenna til að karlmenn og konur geti lifaö og starfað sem jafngildir einstaklingar (í víðtækum skiln- ingi). Aö þessu þurfa konur aö vinna sjálfar því við getum ekki búist viö aö aðrir geri þaö fyrir okkur.“ Sigríður Friðriksdóttir aðstoðar- forstöðukona, Reykjavík „Aö vekja meðvitund kvenna á því ranglæti sem þær eru beittar á flestum sviðum og aö konur mennti sig sem best, svo að þær séu vel í stakk búnar til að láta aö sér kveöa í þjóðfélaginu, bæöi pólitískt og í atvinnulífinu. Meö því einu móti geta konur náö fram launa- jafnrétti og þeim umbótum á almenna trygg- ingakerfinu sem mæður og börn varðar sér- staklega. Máltækiö „mennt er rnáttur" stendur enn fyrir sínu." Sóley Bryndís J. Sóley Jónsdóttir þroskaþjálfi, Reykjavík „Þaö sem mér finnst mikilvægast er aö konur öölist fjárhagslegt sjálfstæöi. Það höf- um viö ekki vegna þess að störf okkar eru ekki metin að verðleikum. Við þurfum fjár- hagslegt sjálfstæði ef við eigum aö geta stjórnaö okkar eigin lífi. Leiöin til þess er end- urmat á störfum kvenna og sérstaklega vil ég nefna uppeldisstörf þar sem sú ábyrgð sem þeim fylgir er nú algerlega fyrir borö borin. Ef ég ætti aö nefna fleira þá finnst mér brýnt að lífeyrissjóður húsmæöra verði aö veruleika. Bryndís Jónsdóttir leirlistamaður, Reykjavík Þegar spurt er um hvað brýnast sé aö gera til aö bæta hag kvenna, kemur launajafnrétti upp í hugann sem mál númer 1, 2 og 3. Nú- (Framh. á bls. 10) Sigríður Gróa 6 FRÁ KONU TIL KONU — KVENNAUSTINN


Frá konu til konu

Ár
1984
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
20


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Frá konu til konu
https://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/8e398a3a-cc87-4f62-9539-cf87ea582fd0/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.