loading/hleð
(28) Blaðsíða 26 (28) Blaðsíða 26
lengi aö sömu mynd - í atrennum. Ég á erfitt meö að leggja mynd skipulega niður fyrir mér í upphafi, reyni þaö viö og við, en það ber ekki tilætlaðan árangur. Ég held það sé nauðsynlegt að gefa sér góðan tíma með þær myndir sem maður nær ekki valdi á þegar í stað, hafa það eins og Jón Stefánsson sem tók ýmsar af myndum sínum til athugunar hvað eftir annað, gat verið í mörg ár að fullljúka mynd. Fyrst eftir heimkomuna málaði ég mikið beint úti í náttúrunni, í seinni tíð hef ég fremur þann hátt á að rissa þar upp ákveðnar fyrirmyndir. Mér þykir skemmti- legt að velta slíkum drögum fyrir mér þegar heim kemur, og breyti þeim að vild. Síðan hlýtur kannski þetta verkið eða hitt nafngiftina Frá Heiðmörk, þó tafsamt gæti reynzt að finna fyrirmyndina þar. Þessi vinnuaðferð hefur gefizt mér betur. - Hefur hún smám saman fært list þína nær óhlut- stæðu formi? - Það má vera. En ég hef ekki málað mikið í því formi, mynd og mynd inn á milli. Ég hef fullt eins mikinn áhuga á non-fígúratívri myndgerð, og það er misskiln- ingur sem sumir halda, að hún sé eitthvað auðveldari viðfangs, eins og það er líka misskilningur sem aðrir halda, að hún sé eitthvað fínni. Annars er það svo með mig, að ég hef yndi af landslagi eins og það kemur fyrir, og þess vegna vantar mig það eiginlega þegar ég mála non-fígúratíva mynd. Nú, svo eru það hugmyndir sem þvælast fyrir manni árum saman, ónothæfar. Maður reynir að stjaka þeim til hliðar og segir sem svo: Heyrðu kerla mín, hvað ert þú að ota þínum tota hér, þú átt ekkert erindi á léreft, þú ættir að verða sögukorn, en ekki málverk, eða þú ættir að verða lagstúfur, en ekki málverk. Mér finnst að oft hugsi ég ekki sem málari, ég hef ánægju af að fella saman setningar, leika mér að orðasamsetningum, 26 koma ákveðinni hugsun í hring, ef svo mætti segja. En ég geng aldrei svo fast á lagið að þetta verði neitt annað en leikur. Og nú er ég ekki skáld og gæti ekki sett saman vísu, þó ég ætti að vinna mér það til lífs. - Til eru fleiri skáld en þau sem yrkja, og þau sem yrkja eru oft minni skáld en hin, sem yrkja ekki. Það veit hver maður. En fyrst orðsins list á ítök í þér, lestu þá ekki talsvert? - Nei, ég les ekki meira en gengur og gerist - lít þó alloft í fornsögurnar og hef tvímælalaust haft gagn af þeim sem málari. Sturlungu er alltaf hægt að lesa, sá er ekki í bókahraki sem á hana í skápnum sínum. Það er sama hvar hún er opnuð, lesandinn er umsvifalaust horfinn á vettvang mikilla tíðinda. Og eftir því sem hann kynnist verkinu betur, skýrist samhengi atburð- anna, hann byrjar að íhuga þær persónur sem við sögu koma og það hefur mikið gildi fyrir hugsunarhátt hvers manns. - Hefurðu þá aldrei haft á prjónunum að gera myndir við fornsagnaefni? Og hvað um myndskreytingar yfir- leitt? Mættu ekki íslenzkir listamenn að ósekju leggja á þær meiri stund? - Jú, mig hefur langað til að gera myndir við forn- sögur, en ekki spreytt mig á því. Svartlistin hefur orðið um of útundan hér á landi, hún er merk listgrein og eins myndskreytingar, en ef ég á að segja fyrir sjálfan mig, þá hefur mér reynzt svo strembið að mála, að ég hef haft nóg með það eitt. Vel má vera að okkur íslendingum þyki fullgaman að mála, fullgaman að litum á kostnað teikningarinnar. Hún er óhagganleg undirstaða allrar myndlistar, málaralistar, höggmynda- listar og annarra greina. Litir geta verið háðir tíðar- anda, svo sem í kirkjulegri miðaldalist þar sem þeir höfðu táknrænt gildi. Það skiptir höfuðmáli hvernig teikning, strúktúr, er í málverkum, en minna hvort litirnir eru mjúkir eða harðir, fallegir eða Ijótir.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Kápa
(46) Kápa
(47) Kvarði
(48) Litaspjald


Sigurður Sigurðsson

Ár
1987
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
46


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Sigurður Sigurðsson
https://baekur.is/bok/8f284a0d-d82f-4ab1-acc3-46383e6b4154

Tengja á þessa síðu: (28) Blaðsíða 26
https://baekur.is/bok/8f284a0d-d82f-4ab1-acc3-46383e6b4154/0/28

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.