loading/hleð
(16) Blaðsíða 14 (16) Blaðsíða 14
14 riti þessu, er eg hafði sagt frá lánveitingum bankans til Hæstakaupstaðarkaupanna á ísafirði: að bankan- um er stjórnað eftir ákveðinni, pólitiskri stefnu, og stefnan er stefna hinna ítrustu jafnaðarmanna, sem nefndir eni ýmist kommúnistar, eða bolsevikkar. þykist eg hafa fært allgóð rök að þessu, en verð þó að draga þau saman og skýra þau að nokkru, áður en eg skilst við þetta mál. Eg hefi áður drepið á, hver hjálparhella Landsbank- inn hefir verið Sambandi ísl. samvinnufélaga, og fé- laga þeirra, er það mynda, en þau eru í raun og veru há-kommúnistisk stofnun, sem bezt sést á hinni ótak- mörkuðu ábyrgð; ábyrgð, sem er svo langt teygð, að enginn maður, sem í þeim félagsskap er, má vita, hve langt ábyi’gð hans nær, eða réttar mælt, hve mikil ábyrgð hans er. — í sambandi við annað má fyllilega geta sér þess til, að þessi stefna Sambandsins hafi trygt Sambandinu trygð Landsbankans. þarna kemur í gott samræmi örlæti bankans við kommúnist- ana á Isafirði, sem eg veit engar líkur til, að bankinn hefði sýnt nokkru bæjarfélagi með annari stjórnar- skipan. En þar hefir hann unnið ógott verk, eins og ávallt verður, þegar lánsstofnanir fara að líta á hlut- ina með stjórnmálagleraugum, því það mun mega telja öldungis víst, að kaup þau verði ísafjarðarkaup- stað til hins mesta niðurdreps. Mér er að vísu flutt, að kaupstaðurinn hafi leigt seljendunum eignina fyrir 30,000 kr. á ári næstu 10 ár, en þegar einar 10,000 kr. liggja við því að rjúfa þann samning, þá virðist hann vera allótryggilegur á að byggja til frambúðar. pessi tvö atriði, er eg nú hefi nefnt, benda allræki-


Landsbankinn og bolchevisminn

Ár
1923
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
18


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Landsbankinn og bolchevisminn
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78

Tengja á þessa síðu: (16) Blaðsíða 14
https://baekur.is/bok/90d1e3f8-d9e3-44a2-b897-8312d865df78/0/16

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.