loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
10 | 40 ára afmælisrit Stómasamtakanna Rannsóknir sýna að einstaklingar sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra hafa ríka þörf fyrir stuðning, bæði í veikindunum og eftir að krabbameinsmeðferð lýkur. Fyrir marga er það hins vegar erfitt og oft átak sem þarf til að leita eftir þeirri aðstoð sem er í boði. Upphaf Ráðgjafar- þjónustunnar Ráðgjafarþjónusta Krabba­ meinsfélagsins var stofnuð 2007. Undanfari þjónustunnar voru Heimahlynning félagsins sem stofnuð var 1987 og símaráðgjöf stofnuð 1995. Félagið vildi vera til staðar með ráðgjöf og stuðning við þá sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra. Þjónustan hefur þróast í gegnum árin í takt við breytingar á hverjum tíma og þær þarfir sem eru til staðar. Á sama tíma hafa stuðnings hópar og stuðningsfélög, þar á meðal Stómasamtök Íslands (stofnuð 1980), vaxið og dafnaði í þágu þeirra sem standa frammi fyrir krabbameini. Greining og meðferð krabbameina er krefjandi, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega og félagslega. Einstaklingnum og hans nánustu er verulega ógnað og kippt skyndilega út úr hinu venjubundna lífi inn í heim veikindanna. Eðli sjúkdómsins og einstaklingsbundnir þættir hafa áhrif á það hversu mikil áhrif krabbameinið og krabba­ meinsmeðferð hefur á líf fólks. Óhætt er þó að fullyrða að alltaf eru áhrifin einhver á hið daglega líf viðkomandi. Í dag læknast mun fleiri af krabbameini en áður og einnig eru fleiri sem lifa með ólæknandi krabbamein í lengri tíma en áður hefur þekkst. Þetta eru gleðilegar staðreyndir. Þær kalla hins vegar á aukinn stuðning við þá sem takast á við einkenni og fylgikvilla til lengri tíma vegna krabbameina eða krabbameinsmeðferða. Ráðgjöf og stuðningur óháð búsetu Til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins leitar fólk sem greinst hefur með krabbamein og er allur gangur á því hvar fólk er statt varðandi sinn sjúkdóm og meðferð. Stór hluti þeirra sem leitar til okkar eru aðstandendur og einnig þeir sem hafa misst ástvin úr VIÐ ERUM TIL STAÐAR - RÁÐGJÖF OG STUÐNINGUR Starfsfólks Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Eftir röð frá vinstri: Þorri Snæbjörnsson, Kristín Bergsdóttir, Sigrún Lillie Magnúsdóttir, Lóa Björk Ólafsdóttir, Gunnjóna Una Guðmundsdóttir, Auður Elísabet Jóhannsdóttir. Fremri röð: Áslaug Kristjánsdóttir, Elínborg Einarsdóttir. SIGRÚN LILLIE MAGNÚSDÓTTIR forstöðumaður Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.