loading/hleð
(11) Blaðsíða 11 (11) Blaðsíða 11
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 11 krabbameini, en aðstandendur eru hópur sem mikilvægt er að koma til móts við ekki síst út frá lýð­ heilsulegum sjónarmiðum. Ráðgjafarteymi þjónustunnar samanstendur af hjúkrunar­ fræðingum, félagsráðgjafa, sálfræðingi, lækni, lýðheilsu­ fræðingi, kynfræðingi og starfs­ manni í móttöku. Fólk sem leitar til Ráðgjafar­ þjónustunnar er oftast að leita eftir samtali við fagaðila um sína upplifun og reynslu. Þannig fær fólk aðstoð við að átta sig betur á þeim tilfinningum eða áskorunum sem koma upp og aðstoð við að finna leiðir til að takast á við þær. Einnig kemur til okkar fólk sem óskar eftir aðstoð varðandi félagsleg réttindi. Fjölmörg námskeið, fyrirlestrar og hópastarf eru í boði hjá Ráðgjafarþjónustunni ásamt djúpslökun, jafnt fyrir hópa sem einstaklinga. Námskeiðin miða að því að gefa viðkomandi verkfæri í hendurnar til að takast á við tilfinningar, hugsanir, streitu og líkamleg einkenni sem geta komið upp í veikindunum og eftir veikindin. Það er mikilvægt að þeir sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur leiti eftir þessum verkfærum til að vinna úr reynslu sinni til að geta sem best hugað að líkamlegri og andlegri heilsu til framtíðar. Hægt er að fá frekari upplýsingar um dagskrá og viðburði Ráðgjafar­ þjónustunnar á www.krabb.is eða á fésbókarsíðu Ráðgjafar­ þjónustunnar. Akstursþjónusta Krabbameinsfélagsins Í byrjun árs 2020 var akstur­ þjónustu hleypt af stokkunum. Hún er ætluð krabbameins­ greindum með búsetu á höfuðborgarsvæðinu, sem sækja margvíslega þjónustu á Landspítala en eiga erfitt með ferðir til og frá heimili sínu. Átt er sérstaklega við þá sem eru einir og geta ekki nýtt sér önnur úrræði sem í boði eru. Aukin þjónusta við fólk af landsbyggðinni Síðustu ár hefur markvisst verið unnið að því að stækka tengslanet Ráðgjafarþjónustunnar og bjóða upp á ráðgjöf og stuðning á fleiri stöðum á landsbyggðinni. Tveir starfsmenn Ráðgjafarþjónustunnar tóku til starfa á Akureyri í samstarfi við Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis í byrjun árs 2019. Haust sama ár var farið að bjóða upp á viðtöl á Selfossi tvisvar í mánuði í samstarfi við Krabbameinsfélag Árnesinga og Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Svipað fyrirkomulag hefur verið sett á laggirnar á Suðurnesjum í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðurnesja, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Reykjanesbæ og í mars 2020 tók starfsmaður þjónustunnar við nýju starfi á Austurlandi. Gerður var samstarfssamningur við Sveitafélag Austurlands, krabbameinsfélögin á staðnum og Heilbrigðisstofnun Austurlands. Krabbameinsfélagið á með öðrum félagasamtökum átta íbúðir og eru þær í boði gegn vægu gjaldi fyrir fólk utan af landi sem þarf að sækja krabbameinsmeðferð til Reykjavíkur. Okkur hjá Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins er mikið í mun að sem flestir viti af starfseminni. Þegar krabbamein verður hluti af lífi fólks er þörf fyrir stuðning eða ráðgjöf. Krabbameinsfélagið býður þessa þjónustu fólki að kostnaðarlausu. Hægt er að hringja og fá spjall eða panta viðtal hjá ráðgjafa í síma 800-4040 eða á starfstöðum Ráðgjafarþjónustunnar á lands byggðinni. Sjá nánar á https://www.krabb.is/radgjof-studningur/starfsstodvar Einnig er hægt að hafa samband í gegnum netfangið radgjof@krabb.is en viðtalsþjónusta er fólki að kostnaðarlausu. Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunar- fræðingur hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Margrét Helga Ívarsdóttir læknir á Austurlandi. Þegar krabba- mein verður hluti af lífi fólks er þörf fyrir stuðning eða ráðgjöf
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (11) Blaðsíða 11
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/11

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.