loading/hleð
(39) Blaðsíða 39 (39) Blaðsíða 39
40 ára afmælisrit Stómasamtakanna | 39 grænmeti sem búið er að skræla, hakka vel í matvinnsluvél eða sjóða. Fínmalaðar hnetur og möndlur ættu að vera í lagi fyrir flesta. Mikilvægast til að koma í veg fyrir stíflu er þó að tyggja matinn vel, og á það við um hvaða mat sem er, og drekka nægilega mikið. Fæða sem hefur áhrif á loft, lykt og það sem í pokann kemur Með mataræði er hægt að hafa áhrif á loftmyndun, lykt og það sem í pokann kemur. Lyf og aðrir þættir hafa þó einnig áhrif og ekki skyldi hika við að hafa samband við lækni ef eitthvað virðist vera óeðlilegt. Fæða sem getur verið loft­ og/eða lyktmyndandi: Ýmiss konar hrátt grænmeti, svo sem hvítkál, gulrófur, brokkál, blómkál, ýmsar baunir, laukur og hvítlaukur, epli og melónur, rúgbrauð, egg, fiskur, gosdrykkir og bjór, djúpsteikt og fiturík fæða, sterkir ostar og sum krydd. Annað sem getur haft áhrif á loftmyndun: Óregla á máltíðum, borðað hratt og tuggið illa, tyggjónotkun, drukkið með röri, tuggið með opinn munn, sætuefni. Fæða sem getur hjálpað til þess að minnka lykt og loft: Fersk steinselja, jógúrt, súrmjólk eða ab­mjólk, kúmen. Fæða sem getur þykkt: Þroskaðir bananar og bananaflögur, soðin epli og eplamauk, bláber, soðið pasta, hvít hrísgrjón, bygg, sagógrjón og hafrar, ostar og jógúrt, kartöflur og mjúkt (fínt) hnetusmjör. Fæða sem getur þynnt: Þurrkaðir ávextir svo sem sveskjur, plómur, gráfíkjur og perur, niðursoðnir ávextir, sumt hrátt grænmeti og ferskir ávextir, appelsínu­ og sveskjusafi, mikill sykur og sætindi, lakkrís, áfengi, bjór og kaffi, sterkt kryddaður og djúpsteiktur matur. Að lokum Með fjölbreyttu og hollu mataræði er auðveldara að tryggja að líkaminn fái þau næringarefni sem hann þarf á að halda og stuðla að góðri heilsu og vellíðan. Ekki er endilega þörf á að forðast alla þá fæðu sem getur stíflað eða verið loft­ og/eða lyktarmyndandi. Hver og einn er hvattur til að prófa sig áfram og þekkja hvað hentar, með það fyrir augum að reyna að borða sem fjölbreyttast. Stundum hentar ákveðin fæða illa tímabundið, og þá mætti sleppa henni í einhvern tíma og prófa í litlu magni síðar. Það mikilvægasta er þó að tyggja matinn vel og drekka vel yfir daginn. Og ekki síst að taka mataræðinu með yfirvegun og æðruleysi þannig að það hressi – en ekki stressi. Helstu heimildir og frekari lestur: Eating with an Ostomy – A Comprehensive Nutrition Guide for Those Living with an Ostomy. United Ostomy Associations of America (UOAA) 2020. https:// www.ostomy.org/wp­content/ uploads/2020/07/Eating_with_an_ Ostomy_2020­07.pdf Mataræði eftir aðgerð, samantekt úr erindi Svövu Engilbertsdóttur á fræðslufundi Stómasamtakanna 1. nóvember 2007. http://stoma. vitum.net/?page_id=101 Með garnastóma – ráðleggingar um mataræði. Bæklingur Landspítala – Næringarstofu 2017. Ráðleggingar um mataræði fyrir fullorðna og börn frá tveggja ára aldri. Embætti Landlæknis 2018. https://www.landlaeknir.is/ radleggingar Fæða sem getur verið loft- og/eða lyktmyndandi: Ýmiss konar hrátt grænmeti, svo sem hvítkál, gulrófur, brokkál, blómkál, ýmsar baunir, laukur og hvítlaukur, epli og melónur, rúgbrauð, egg, fiskur, gosdrykkir og bjór, djúpsteikt og fiturík fæða, sterkir ostar og sum krydd
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (39) Blaðsíða 39
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/39

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.