loading/hleð
(6) Blaðsíða 6 (6) Blaðsíða 6
á tindinn Anetto sem er hæsta fjallið á Pýrenafjöllunum. Þá fór ég í heimsókn til Rob Hill í Kanada þar sem við lékum okkur saman á skíðum og í ísklifri. Báðar ferðir voru algjörlega stórkostlegar. Hér heima hafa ævintýrin verið einfaldari, þ.e. eins dags ævintýri þar sem ég hef átt frábærar stundir í klifri, ísklifri, fjallaskíðun og fjallgöngum. Fyrir mér gengur þetta allt út á að njóta og vera í stundinni og fyrir vikið hafa gleðistundir verið margar. Ég hef oft horft til Matterhorn en ekki enn ákveðið að gera aðra tilraun. Enn hef ég nægan tíma. Rob Hill og Michael Jordan Þú hefur verið í samskiptum við Rob Hill fjallgöngugarp og stómaþega frá Kanada. Var hann þér hvatning og fyrirmynd í því að reyna við Alpana? Já. Þegar ég var veikur og læknirinn minn lagði fyrst til að ég fengi stóma þá fór ég á internetið að leita að einhverju sem gæfi mér von. Þetta var líklega árið 2006, en þá var ekki hægt að finna mikið um stómaþega á netinu, hvað þá einstaklinga sem voru að lifa án takmarkana. En loks fann ég Rob nokkurn Hill, sem ætlaði að klífa hæstu tinda hverrar heimsálfu og Everest þar á meðal – sem var auðvitað ótrúlegt að heyra. Það breytti auðvitað heilmiklu að vita af honum þó að ég hafi ekki farið í aðgerð fyrr en tveimur árum seinna. Þegar ég loks fór í aðgerðina hafði ég ekki gleymt honum og fann hann svo aftur á internetinu, eftir langa leit. Þá gaf hann mér mikla von. Líklegast hafði vitneskja mín af honum þau áhrif að ég ákvað fyrir aðgerð að standa á hæsta tindi Íslands, tindinum sem ég var búinn að dreyma um í 5 ár, ári eftir aðgerð. Þegar kom að Ölpunum hafði ég samband við hann og sagði honum frá mínum plönum og spurði hvort hann hefði einhver ráð, sem hann hafði, en hann var á sama tíma að undirbúa sig fyrir Everest. Ég sagði honum frá heimasíðunni minni, sem sagði frá undirbúningi og ferðinni sjálfri á ensku, í texta og myndböndum. Ég byrjaði einmitt með þessa heimasíðu til að gera það sama og hann, að gefa öðrum stómaþegum von. Þegar ég var svo kominn heim frá Ölpunum hafði hann samband þar sem ég komst að því að hann var búinn að fylgjast með allri ferðinni og spurði hvenær ég vildi leika – sem var ótrúleg stund fyrir mig enda var hann í raun á sama stað í huga mínum og Michael Jordan. Það er hollt að ögra sér á náttúrulegan hátt Þið félagarnir fóruð til Comovatns eftir Alpaklifrið. Þar sjást þið klífa upp snarbratta hlíð án þess að vera bundnir við Njóttu lífsins og gerðu hluti sem ögra þér - útkoman mun koma þér á óvart „STÓMA ER EKKI HINDRUN, AÐEINS HUGARFARIÐ.“ – Ágúst, fjallaleiðsög umaður og sundiðka ndi Stóma er ekki sjúkdómur heldur lausn á veikindum sem gefur einstaklingum tækifæri til að lifa góðu og heilbrigðu lífi. Með hjálp stómapoka eiga stómaþegar innihaldsríkt líf; stunda útivist, sund og aðra líkamsrækt. Stómapokar eru fullkomlega öruggir í vatni og við alla líkamlega áreynslu. Fólk með stóma er á öllum aldri og á það sameiginlegt að hafa gengist undir skurðaðgerð á ristli vegna veikinda eða slysfara. Allflestir lifa góðu lífi eftir aðgerð. Upplýstur almenningur getur stuðlað að betri lífsgæðum stómaþega. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stómasamtakanna: www.stoma.is.
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44
(45) Blaðsíða 45
(46) Blaðsíða 46
(47) Blaðsíða 47
(48) Blaðsíða 48
(49) Blaðsíða 49
(50) Blaðsíða 50
(51) Blaðsíða 51
(52) Blaðsíða 52
(53) Blaðsíða 53
(54) Blaðsíða 54
(55) Blaðsíða 55
(56) Blaðsíða 56
(57) Blaðsíða 57
(58) Blaðsíða 58
(59) Blaðsíða 59
(60) Blaðsíða 60
(61) Blaðsíða 61
(62) Blaðsíða 62
(63) Blaðsíða 63
(64) Blaðsíða 64
(65) Blaðsíða 65
(66) Blaðsíða 66
(67) Blaðsíða 67
(68) Blaðsíða 68
(69) Blaðsíða 69
(70) Blaðsíða 70
(71) Blaðsíða 71
(72) Blaðsíða 72


Stómasamtök Íslands

Ár
2020
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
72


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stómasamtök Íslands
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/96aeb6e7-9acf-4e8a-89ec-861916199fc9/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.