loading/hleð
(21) Blaðsíða 19 (21) Blaðsíða 19
ákvörðun að láta skynsemina ráða og taka með mér íslensk sumarföt. Þarna nutum við góðrar kennslu, sam- vista og samskipta við prófessora, sem voru óþreytandi við að rniðla okkur af reynslu sinni og þekkingu. A leiðinni heim tók ég þátt í svæðis- þingi okkar, sem haldið var á Greenbrier- hótelinu í V. Virginíufylki. Þetta er frem- ur gamalt en glæsilegt hótel og ákaflega vel við haldið - var notað um árabil sem sumarhótel forseta landsins. Þar fæddist sú hugmynd að koma á nánari samskiptum milli AKP í Illinois og AKÞ á Islandi og ráðgerð var náms- ferð til íslands í apríl á næsta ári. Með mér í Texas hafði verið stjórnarkona frá Illinois, sem síðar varð forseti þeirra. Til þess að gera langa sögu stutta komu 120 AKr-konur hingað í 5 daga námsferð - flestar frá lllinois, en einnig nunna frá Kanada, síðar stjórnarkona AI- þjóðasamtakanna, og nokkrar sem höfðu verið með mér í Austin. Það var mikil spenna við komu þeirra til landsins vegna yfirvofandi allsherjar- verkfalls. Ég þurfti að taka ákvörðun um það, hvort þær ættu að koma til landsins, því jafnvel var búist við langvarandi verkfalli. Ég spurði því ýmsa verkalýðs- leiðtoga, hvort ég ætti að láta þær koma. Ráðlögðu þeir mér flestir að gera það ekki en Guðlaugur heilinn Þorvaldsson, þá sáttasemjari ríkisins, sem ég ræddi við síðastan, sagði: „Láttu þær bara koma“! Við brottför frá Bandaríkjunum fengu þær afhenta yfirlýsingu frá Flugleiðum um að þær færu til íslands á eigin ábyrgð!! Þótti þeim nú ferðalagið taka á sig spennandi mynd. Dvöl þeirra var vel skipulögð enda langur aðdragandi. Ég hafði útvegað boð hjá forseta Islands, menntamálaráðherra og borgarstjóra að ótöldum Alfa- og Gamma-systrum. Lengi vel var óráðið um brottför þeirra, því að kvöldið fyrir brottför höfðu verkalýðsfélög á Suðurnesjum fellt samninginn og nú voru góð ráð dýr! Svo heppilega vildi til að brottfarar- daginn bar upp á 1. maí. Var ákveðið í til- el'ni dagsins að opna landamæri íslands (Keflavíkurflugvöll, sem lokaður hafði verið í fimm daga og stympingar orðið milli farþega og verkfallsfólks). Þær höfðu fylgst með þessu öllu og var því gleðin enn meiri við brottförina frá land- inu! Mér er einnig mjög minnisstætt lands- þing AKT í Kanada sem haldið var í Toronto, en þangað var mér boðið til þess að halda fyrirlestur um íslenska menntakerfið. Ég ók með kanadísku nunnunni til Baltimore á tveim dögum en hún var hinn mesti ökuþór. A alþjóðaþingi AKT í Baltimore var tillaga mín um að halda alþjóðaþing utan Bandaríkjanna í nánustu framtíð sam- þykkt samhljóða af á þriðja þúsund þátt- takenda og rætt var um, að Island ætti að eiga næsta Evrópufulltrúa. Ræddi Gloria Liltle, fyrrv. alþjóðaforseti AKÞ, þetta við mig. Arið eftir var mér boðið að halda aðal- ræðuna á landsþingi AKT í Illinois, sem haldið var á glæsilegu hóteli í St. Louis, Missouri. Sú ferð var mjög skemmtileg og efni í aðra frásögn! Rs. En fyndnasta sagan finnst mér alltaf þegar Theresa, framkvæmdastjóri Al- þjóðasamtakanna, kom hérna 1987 í for- setatíð Pálínu og ferðataskan hennar varð eftir í Bandaríkjunum. Eftir að hafa ver- ið í stórkostlegum morgunmat hjá Pálínu fór ég í eina apótekið í bænum sem opið var og bað um kvennærbuxur, sem ekki voru til. Þetta var á laugardagsmorgni og engar verslanir opnar. Hún fékk svo lán- aðar buxur hjá Sigrúnu Klöru og svaf í náttfötum Braga Jónssonar, veðurfræð- ings! 19
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára

Ár
1997
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772

Tengja á þessa síðu: (21) Blaðsíða 19
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772/0/21

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.