
(24) Blaðsíða 22
HERTHA W. JONSDOTTIR
1991-1993
Samskipti við alla þessa
góðu og hlýju félaga og
kynning inn á við í AKP á ís-
landi er það sem hæst ber og
skilur mest eftir þegar litið
er til baka yfir thnabilið sem
landssambandsforseti 1991-
1993.
Starf landssambands-
stjórnar á tímabilinu ein-
kenndist af því að styrkja
starfið í deildunum og við-
halda tengslum sem fyrir voru. Strax var
ákveðið að huga ekki að stofnun nýrrar
deildar að svo stöddu heldur hvetja til að
fjölga félögum í hverri deild.
Landssambandsforseti setti sér eftir-
farandi markmið:
-Stytta Ieiðir milli deilda, auka sam-
skipti og virkni félaga og stuðla að auk-
inni þekkingu á markmiðum samtak-
anna.
- Hvetja til heimsókna milli deilda, t.d.
með því að deildir haldi sameiginlega
fundi u.þ.b. einu sinni á ári.
- Fá fyrirlesara úr röðum félaga á
fundi og rniðla fræðsluefni milli deilda.
- Hvetja embættismenn deilda til að
hafa samskipti sín á milli.
- Stuðla að aukinni nötkun fréttabréfs-
ins til upplýsinga og fróðleiks.
Nýlunda var að setja slík markmið og
senda öllum formönnum deilda til kynn-
ingar og var ég þakklát fyrir hve vel þeim
var tekið.
Markmiðin voru mitt leiðarljós í starf-
inu og sem viðleitni til að ná þeim voru
allar deildir heimsóttar utan Alfa-deild
sem er elsta deildin og hefur á að skipa
reyndum félögum. Þessar heimsóknir
voru hver um sig einstæðar og mjög
ánægjulegar. Það er ómetanlegt l'yrir
landssambandsforsetann að hitta félag-
22
ana á heimavettvangi og
kynnast verkefnum, hug-
myndurn og vandamálum
þeirra og ekki síst að sjá um-
hverfið sem hver deild býr
við. Margar deildir búa við
landfræðilega erfiðleika og
ég komst áþreifanlega í
kynni við það á ferðum mín-
um hve veður getur versnað
snögglega og gert starf
deilda í dreifbýlinu erfitt. En
sú ótrúlega virkni sem býr í félagskonum
og þær frábæru móttökur sem ég fékk í
heimsóknum mínum eru eins og gull-
molar í minningum frá þessum tíma og
þær hafa sannarlega aukið trú mína á
gildi samtakanna.
Það er samheldnin, gleðin og einhug-
urinn, ásamt þeirri vináttu sem verður til
við samveruna, sem fyrst og fremst gef-
ur starfinu gildi. Vináttan og samheldnin
bera þar hæst.
Draumur minn um að halda námskeið
fyrir nýjaformenn deilda, ritstjóra, ritara,
gjaldkera og fráfarandi formenn rættist
og var fyrsta námskeiðið um „Starfsemi
AKP‘ haldið í Kennaraháskóla íslands í
Reykjavík 5. sept. 1992. Rennt var blint
í sjóinn varðandi áhuga deilda en sér-
staklega vel tókst til og var námskeiðið
sótt af 24 félögum. Þetta var langur og
strangur dagur en nrjög skemmtilegur og
var endað á kvöldverði í Hallargarðinum
þar sem allir fyrrverandi landssambands-
forsetar voru boðnir og mættu flestir og
var von mín að slíkt yrði hefð.
Ritstjóri Bókrúnar hf. í Reykjavík
kynnir árlega eitt félag kvenna í Minnis-
bók Bókrúnar. 1993 var AKF boðin
kynning og sendi landssambandsforseti
upplýsingar um hugmyndafræði og starf-
semi samtakanna á Islandi.
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald