loading/hleð
(25) Blaðsíða 23 (25) Blaðsíða 23
Nýtt félcigatal kom út ásamt tveimur nýjum heftum, Handbók og Inntaka nýrrafélaga. Hugmyndin var að hver fé- lagi eigi handbókina og að hver deild eigi fimm eintök af heftinu um inntöku nýrra félaga. Minnisstæður er undirbúningur að stofnun Evrópusvæðis. Sigríður Val- geirsdóttir, svæðisfulltrúi Evrópu, kall- aði landssambandsforseta Evrópuland- anna saman til fundar í Stokkhólmi um hvítasunnu 1992 til undirbúnings fyrir Evrópuforum sem halda átti á alþjóða- þinginu í júlí. Þarna var unnið stíft og farið yfir lagabreytingar sem taldar voru nauðsynlegar fyrir þessar þjóðir. Þessi fundur var mjög gagnlegur og jók sam- stöðu Evrópuþjóðanna, en þá var Þýska- land að ganga í samtökin. Framhald umræðu var síðan á Evr- ópufundi í tengslum við landssambands- þingið á Akureyri 1993. Þangað komu 37 erlendar Delta Kappa Gamma konur og þótti okkur það frábær þátttaka. Hápunktur í starfi hvers forseta er landssambandsþingið. Það var eins fyrr segir haldið á Akureyri 1993 með yfir- skriftinni „Menntun í dreifbýli“ og var ákaflega minnisstætt með góðum fyrir- lestrum, vel heppnuðum kynnisferðum sem Beta konur áttu heiður af og frábærri kvöldskemmtun. Það vakti sérstaka furðu erlendu gestanna að hægt var að fara í heimsóknir í skóla á sunnudegi. Gerður var sérstakur minjagripur fyrir landssambandsþingið, lítið glas með merki samtakanna, sem selt var vægu verði en var þó dágóð tekjulind. Á svæðisþingi NA-svæðisins sem haldið var í Pittsburg, Pennsylvaníu dag- ana 19.-23. júlí 1991 gafst tækifæri til að kynna starfsemi AKÞ á Islandi og vakti það athygli margra sem vita ekki einu sinni að Island er til. Alþjóðaþingið var haldið í Louisville í Kenlucky dagana 21.-25. júlí 1992. Þangað mættu 2228 þátttakendur frá 72 landssamböndum af 75. Yfirskrift þings- ins var: „Áhersla á framfarir með hóp- vinnu og samstarfi". Á þinginu var stór dagski'árliður „Al- þjóðleg hópvinna um menntun". Lands- sambandsforsetar kynntu menntun hver í sínu landi. Flutt voru yfirlitserindi um þá menntun sem í boði er í öllum 14 þátt- tökulöndunum og var sérstaklega gaman að segja frá hinu ágæta menntakerfi okk- ar. Skapaðist mikil umræða um hin ýmsu menntunarstig og mismunandi framboð menntunar. Eg fann fyrir því þá sem oft- ar í alþjóðlegum samskiptum, að rikld íslenska landssambandsins þarf að heyrast og eftir er tekið hvað við segj- um þó smá séum. I gegnum starfsferil minn sem lands- sambandsforseti ræddi ég urn markmiðin og gildi samtakanna og hvaða ávinning- ur það er fyrir okkur hverja og eina að vera í þeim og reyna að koma hugsjónum okkar á framfæri sem víðast. Rauðu rósirnar þrjár sem liggja yfir gyllta borðann á skjaldarmerkinu okkar tákna hugsjónir Delta Kappa Gamma samtakanna: Vináttu, trúmennsku og hjálpsemi. Þær hafa vísað mér veginn. 23
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára

Ár
1997
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772

Tengja á þessa síðu: (25) Blaðsíða 23
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772/0/25

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.