loading/hleð
(27) Blaðsíða 25 (27) Blaðsíða 25
héldu svæðisþingið 1997. Indíana bauð líka fundarstað. Sent var bréf til 31 landssambandsforseta á svæðinu og þeir beðnir að greiða atkvæði sem féllu jöfn á Indíana og Svíþjóð. Þá var aftur sent út bréf um kosningu og Svíþjóð sigraði. Þingið verður því haldið í Stokkhólmi 9.- 12. júlí 1997. Þetta verður mér alltaf mjög eftirminnilegt. Á fundi í Chicago þurftum við lands- sambandsforsetamir að velja fulltrúa fyr- ir Evrópu sem situr stjórnarfundi í al- þjóðastjórn en án atkvæðisréttar. Tvær voru í framboði, þær Dorothy Haley frá Stóra-Bretlandi og Ingrid Holmberg frá Svíþjóð. Dorothy var valin. Hún var rnjög áköf í að stofna sérstakt Evrópu- svæði og vann afskaplega ölullega að því sín tvö ár frá 1994-1996. Hún lenti í hörmulega slysi um jólin 1994 og notaði tímann á sjúkrahúsinu rækilega til að skrifa bréf í allar áttir og hvetja til stofn- unar 5. svæðisins. Vafalaust hefur það haft sín áhrif. Okkur óraði ekki fyrir því að strax á alþjóðaþinginu 1996 yrði sam- þykkt að stofna Evrópusvæði. Evrópufundur vru' haldinn í Canter- bury á Englandi 7.-9. apríl 1995. Þangað fóru fjórir félagar úr Gamma- og fjórir félagar úr Beta-deild. Eg var ein þeirra. Mér er enn minnisstætt hve félagsandinn var sterkur og mikill hugur í konum að stofna Evrópusvæði. Meira að segja voru þó nokkrar konur frá Bandaríkjunum búnar að skipta um skoðun. Dorothy Haley var enn á sjúkrahúsinu, en sendi hugmyndir sínar skriflega svo hægt væri að flytja þær á þinginu. Saknaði hún þess óskaplega að geta ekki verið með. Þetta átti að verða hennar þing. Landssambandsþingið var haldið á Flúðum 1.-3. júní. Tvö erindi voru flutt á þinginu: „Menntun og hæfni í starfi“, flutt af Gerði G. Óskarsdóttur, og „Gildi hreyfingar í námi og starfi", flutt af Sig- rúnu Stefánsdóttur. Samþykkt var fyrir því að halda lands- sambandsþingið alltaf fyrstu helgina í júní. En forsendur breyttust í kennara- verkfalli um veturinn og grunnskóla- kennarar voru skyldaðir til að vinna 3 fyrstu dagana í júní. Mikil vinna fór í að reyna að færa fundinn aftur um viku en það reyndist ógjörningur. Héðan að norðan fórum við því aðeins tvær, Rósa Júlíusdóttir, ritari landssambandsins og ég, en hún var svo sannarlega mín hægri hönd allt kjörtímabilið. Tvennt er eftirminnilegast frá þinginu á Flúðum. Annað var að forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er heið- ursfélagi samtakanna, skyldi geta breytt dagskrá sinni og heiðrað okkur með nær- veru sinni og m.a. tekið þátt í líkamsrækt og útivist dagsins. Hitt var hve skemmtilegt var að vinna að undirbúningi þingsins í samvinnu við Björgu Björnsdóttur, formann Epsilon- deildar og hennar félaga. Þá var dvölin á Flúðum eftir þingið með dr. Irene Murphy og konum úr Epsilon-deild hreint ógleymanleg. 25
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára

Ár
1997
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 25
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.