loading/hleð
(8) Blaðsíða 6 (8) Blaðsíða 6
AGRIP AF SOGU ALÞ J ÓÐ AS AMTAKANN A THE DELTA KAPPA GAMMA SOCIETY INTERNATIONAL, eins og samtökin heita núna, var stofnað í Austin, Texas, 11. maí 1929 af dr. Annie Webb Blanton og 11 öðrum konum í fræðslustörfum. Markmið þeirra var að rækta sjálfa sig, efla starfsáhuga og bæta stöðu kvenna í fræðslustörfum. Dr. A. W. Blanton barðist fyrir kosn- ingarrétti kvenna og jafnrétti á öllum sviðum. Það hefur verið sagt um hana að hún hafi alltaf verið í fararbroddi þegar um var að ræða breytingar til gagns fyrir menntun og stöðu kvenna. Hún beið ekki eftir breytingununr - hún kom þeim á. Konur í fræðslustörfum mættu taka hana sér til fyrirmyndar. Stofnendurnir gerðu sér fulla grein fyrir því að samtökin myndu verða fyrir gagnrýni og nokkrar konur, sem höfðu verið valdar sem stofnendur, höfnuðu boðinu. Þær trúðu ekki á hugmyndina, töldu sig ekki hafa tíma til að taka þátt í félagsstarfinu eða óttuðust gagnrýni vinnuveitenda sinna. I kennarastéttinni var kynjamismunun nánast regla, ekki undantekning. A öllum skólastigum var konum neitað um stöðu- hækkanir. Skólastyrkir féllu venjulega karlmönnum í hlut. Þegar konur giftu sig urðu þær oftast að hætta störfum sem kennarar. Konur voru sjaldan kosnar í embætti eða stjómir fagfélaga kennara. Stofnendurnir töldu að breytingar gætu því aðeins átt sér stað að konur í fræðslu- störfum sameinuðust í sínum eigin fag- legu samtökum. Dr. Annie Webb Blanton skiifar: „Eg gerði mér grein fyrir að í kennarastéttinni höfðu konur ekki sömu tækifæri og karl- kyns starfsfélagar þeirra. Og það var varla hægt að búast við því að þeir gæfu konum jafna möguleika ef þær sjálfar gerðu ekkert til leita réttar síns.“ Þessvegna var nauðsynlegt að konur í fræðslustörfum mynduðu sín eigin sam- tök til að vinna að hagsmunamálum sín- um. Þessar aðstæður - árið 1929 - mótuðu upphafleg markmið samtakanna. í fyrsta markmiðinu stóð m.a.: Að sameina konur sem hafa sýnt ágæti sitt í kennslustörfum, auka samheldni þeirra og samstarfsvilja, viðhalda þeirri hug- sjón að það sé skylda hverrar konu að leggja sig fram við að auka gæði kennsl- unnar og að tryggja konum sanngjöm vinnuskilyrði í skólastarfi. í því þriðja stóð m.a.: Að stuðla að æskilegri skólalöggjöf í þeim tilgangi að bæta skólana, afla viðurkenningar á störfum kvenna í kennslu og bæta starfs- skilyrði þeirra, minnka og að lokum af- nema alveg kynjamisrétti í fræðslustörf- um. Núna eru markmið samtakanna sett fram í 7 greinum, sjá bls 5, áherslurnar hafa breyst smávegis, en meginhugsunin er sú sama. Dr. Blanton gerði sér íljótlega grein fyrir því að næsta verkefni hennar væri að stofna fleiri AKT-deiidir, fyrst í Texas og síðan í fleiri ríkjum Bandaríkjanna. Og hún eyddi tíma, kröftum og eigin fjármunum til þess að ferðast um og stofna deildir. Hvarvetna var henni vel tekið og konur í fræðslustörfum voru 6
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára

Ár
1997
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772

Tengja á þessa síðu: (8) Blaðsíða 6
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772/0/8

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.