loading/hleð
(9) Blaðsíða 7 (9) Blaðsíða 7
ánægðar með að fá tækifæri til að ræða áhugamál sín, bætt skólastarf og betri starfsskilyrði. Móttökurnar veittu dr. Blanton kjark og hún fór að hugsa til að gera félagið að alþjóðlegum samtökum. A 16 árum sá hún félagið stækka úr einni deild í einu ríki í 625 deildir í 49 ríkjum Bandaríkjanna, úr 12 stofnendum í 23 þúsund meðlimi. Dr. Annie Webb Blanton dó 2. okt. 1945, en andi hennar svífur enn yfir vötnunum í Alþjóðasamtökum AKP. Alþjóðleg útbreiðsla samtakanna hófst í Kanada 1952. Síðan hafa verið stofnað- ar deildir í Mexico, Costa Rica, E1 Salvador, Guatemala og Puerto Rico. Fyrsta deildin í Evrópu var stofnuð í Noregi 1970, síðan bættust við Svíþjóð, Finnland, England, Island, Holland og nú síðast Þýskaland. Þegar stofnuð voru landssambönd utan Bandaríkjanna voru samtökin gerð að alþjóðlegum samtökum, DELTA KAPPA GAMMA SOCIETY INTER- NATIONAL. Þetta eru stærstu samtök kvenna í fræðslustörfum með um 160.000 félögum í rúmlega 3000 deild- um bæði í Ameríku og Evrópu. Það hefur lengi verið baráttumál evr- ópskra félagskvenna að Evrópa verði sérstakt svæði. Rökin fyrir þeirri ósk eru, að það sé ódýrara fyrir félagana að hittast í Evrópu og halda sín svæðisþing þar heldur en að fljúga til Bandaríkjanna og auk þess hafi Evrópubúar sameiginlegan menningarbakgrunn sem leiði til skyldra áhugamála og meiri skilnings. Bandarík- in skiptast í 4 svæði og tilheyra hinar að- ildarþjóðirnar eihhverju þessara svæða, Island t.d. NA-svæðinu og England SA- svæðinu. Framkvæmdaráð Alþjóðasam- takanna samþykkti 23. júli sumarið 1996 að Evrópa verði fimmta svæðið og það kemur til framkvæmda með lagabreyt- ingu 1998. Annaðhvort ár, þegar ártalið endar á jafnri tölu, hittast félagar á alþjóðaþingi og þar eru m.a. afgreiddar lagabreytingar fjórða hvert ár. Það er einstök upplifun að taka þátt í alþjóðaþingi samtakanna ásamt 2-3 þúsund öðrum konum í fræðslustörfum. Það gefur tilfinningu fyrir að vera meðlimur í fjöldahreyfingu þar sem allir eru að vinna að sömu mark- miðum. Svæðaþing eru haldin á oddatöluárinu og þangað koma m.a. nýir landssam- bandsforsetar. Þar ta þeir kynningu á Al- þjóðasamtökunum og hlutverki þeirra sem til forystu veljast í hverju landi. Svæðisþing NA-svæðisins verður í fyrsta sinn haldið utan Bandaríkjanna sumarið 1997, þ.e. í Stokkhólmi 9.-12. júlf. Vonandi fjölmenna félagar úr Evr- ópu þangað til að sýna áhuga á evrópsku samstarfi. Heiti samtakanna DELTA KAPPA GAMMA eru upphafsstafirnir í grískum orðum. DELTA er fyrsti stafurinn í grísku orði sem þýðir kennarar, KAPPA fyrsti stafurinn í orði sem merkir lykill, GAMMA fyrsti stafurinn í orði sem merkir konur. Orðin tákna því konur í lykilstöðu í fræðslumálum. Konum er boðin þátttaka í samtökun- um, konum sem hafa sýnt áhuga og hæfni í starfi sínu. Frá byrjun var ákveð- ið að velja félaga í hverja deild frá mis- munandi skólastigum allt frá leikskóla og upp í háskóla og að sem flestar náms- greinar og störf í skólakerfinu ættu þar fulllrúa. Þessi tilhögun hefur reynst styrkur samtakanna og stuðlað að heild- arsýn og skilningi félaganna á skólastarfi á ölluni sviðum: stjórnun, fjármögnun, skipulagi og framkvæmd. Samtökin verja árlega miklum fjár- munum til styrkja og viðurkenninga af ýmsum toga. Sem dæmi má nefna: Námsstyrkir til AKF félaga (Schol- arships Awards):Umsækjendur þurfa að hafa verið félagar í AKT í minnst 2 ár og vera skráðar í framhaldsnám við viður- 7
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Blaðsíða 41
(44) Blaðsíða 42
(45) Blaðsíða 43
(46) Blaðsíða 44
(47) Blaðsíða 45
(48) Blaðsíða 46
(49) Blaðsíða 47
(50) Blaðsíða 48
(51) Kápa
(52) Kápa
(53) Kvarði
(54) Litaspjald


Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára

Ár
1997
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
52


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772

Tengja á þessa síðu: (9) Blaðsíða 7
https://baekur.is/bok/97da6f60-31cc-4bf4-bf13-8fe188a9c772/0/9

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.