loading/hleð
(3) Blaðsíða [1] (3) Blaðsíða [1]
Ferðafélag íslands var stofnað á fundi, se;n haldinn var í Kaupþings- salnum 27. nóv. 1927, og eru því um þessar mundir 10 ár liðin frá stofnun þess. Meðal stofnenda félagsins var Jón heitinn Þor- láksson borgarstjóri og var hann kjörinn fyrsti for- seti félagsins. Af öðrum stofnendum má nefna Skúla Skúlason ritstjóra, Tryggva Magnússon verzlunar- stjóra, Helga Jónasson frá Brennu, sem allir eiga enn þá sæti í stjórn félagsins, og Geir G. Zoéga vegamálastjóra, núverandi forseta félagsins. Á stofnfundinum voru innritaðir 63 félagsmenn. Síðan hefir meðlimum farið fjölgandi í félaginu með ári hverju. Á fyrsta aðalfundi, sem haldinn var í félaginu 8. marz 1929, voru félagar orðnir 386. Á aðalfundi 28. febr. 1930 voru félagsmenn 550. 10. apr. 1931 — 650. 29. febr. 1932 — 760. 29. marz 1933 — 789. 15. marz 1934 — 875. 11. apr. 1935 — 1010. 10. marz 1936 — 1180. 4. maí 1937 — 1500. Eins og þessar tölur bera með sér hefir félagatal- an farið hraðvaxandi og er nú, þegar þetta er ritað, komin nokkuð yfir 2000. Stofnendur félagsins ætluðu því tvíþætt verkefni fyrst og fremst: að greiða fyrir ferðalögum innan lands, einkum í óbyggðum, og cið kynna landið, náttúru þess og þjóðhætti er- lendis. Af ýmsum ástæðum, fyrst og fremst féleysi, hefir félagið ekki getað rekið víðtæka kynningarstarf- semi út á við, þótt margir erlendir ferðamenn hafi notið hjá því fyrirgreiðslu um ferðalög hér á landi. Á hinn bóginn hefir Ferðafélagið þegar leyst af hendi starf, sem markar tímamót í ferðalögum og ferðamenningu innan lands. Það hefir unnið að því að kynna einstök héruð og ferðamannaleiðir í Ár- bókum sínum, sem hófust með árinu 1928. Er það


Ljósmyndasýning 1937

Ár
1937
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
22


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ljósmyndasýning 1937
https://baekur.is/bok/9bf68b3a-293b-43c0-b818-4202bdf57a8a

Tengja á þessa síðu: (3) Blaðsíða [1]
https://baekur.is/bok/9bf68b3a-293b-43c0-b818-4202bdf57a8a/0/3

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.