loading/hleð
(4) Blaðsíða [2] (4) Blaðsíða [2]
safn til héraðalýsinga, sem smám saman er ætlað að ná yfir allt landið. Til þess að greiða fyrir ferðalög'um í óbyggðum reisti félagið myndarlegt sæluhús við Hvítárvatn árið 1930. Árið 1933 eignaðist félagið Jökulhúsið austan í Snæfellsjökli, en það fauk í ofviðri haust- ið 1936. Á síðastliðnu sumri lét félagið byggja sælu- hús í Árskarði í Kerlingarfjöllum og keypti enn- fremur hús við Ljósafoss, sem mun verða reist á Hveravöllum næsta sumar. Síðan árið 1931 hefir Ferðafélagið efnt til skemmtiferða á hverju sumri. Hafa það bæði verið stuttar ferðir á sunnudögum og ennfremur lengri sumarleyfisferðir til fjarlægra héraða. Ferðir þess- ar hafa orðið vinsælar og þátttaka í þeim farið vaxandi með ári hverju. Sumarið 1936 voru alls farnar 33 slíkar ferðir á vegum félagsins og tóku alls um 1400 manns þátt í þeim. •---X----- Árið 1933 efndi Ferðafélagið til ljósmyndasýning- ar og sýningar á ferðaútbúnaði í Sundhöllinni í Reykjavík, sem þá var í smíðum. Var sýningin opin frá 18. febr. til 5. marz. Sýnendur voru alls um 50 og myndirnar um 450, sem sýndar voru. Síðan þessi sýning var haldin hefir þeim mjög farið fjölgandi, sem fást við myndatöku, einkum á ferðalögum. Ljósmyndatækni hefir líka tekið mikl- um framförum. Ferðafélaginu hefir því þótt vel eiga við að minnast 10 ára afmælis síns með því að efna til ljósmyndasýningar á ný. Væntir félagið þess að sýningin megi verða, ekki aðeins augnagaman, held- ur og.lærdómsrík fyrir alla þá, sem fást við mynda- töku hér nærlendis. Það er mikil list og kunnátta að taka góðar mynd- ir og mikill ósiður að taka margar og lélegar. Reykjavík, 19. nóv. 1937. Jón Eyþórsson, p.t. ritari Ferðafélagsins.


Ljósmyndasýning 1937

Ár
1937
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
22


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Ljósmyndasýning 1937
https://baekur.is/bok/9bf68b3a-293b-43c0-b818-4202bdf57a8a

Tengja á þessa síðu: (4) Blaðsíða [2]
https://baekur.is/bok/9bf68b3a-293b-43c0-b818-4202bdf57a8a/0/4

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.