loading/hleð
(10) Blaðsíða 10 (10) Blaðsíða 10
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna verið ráðinn til þeirra starfa. í ársbyrjun 1985 er reyndar skipuð þriggja manna ritnefnd sem starfaði skamma hríð. Tengsl við sjúkrahúsin Eitt af allra mikilvægustu verkefnum Stómasamtakanna frá upphafi var að efla tengsl við sjúkrahúsin. Ákveðið var á fyrsta stjórnarfundinum að ræða við lækna og hjúkrunarfólk á Landakotsspítala en síðar voru svo Borgarspítalinn og Landspítalinn heimsóttir en á þessum árum voru stómaaðgerðir framkvæmdar á þessum þremur spítölum. Megintilgangurinn var auðvitað sá að koma á fót heimsóknar- og stuðningsþjónustu til að þeir sem hefðu farið í stómaaðgerð gætu miðlað þeim er ættu slíka aðgerð fyrir höndum af reynslu sinni. Það var einnig áhugamál Stóma- samtakanna frá fyrstu tíð að allar stómaaðgerðir yrðu gerðar á einum stað þar sem góð reynsla og mikil þekking á sviði stómaaðgerða væru fyrir hendi í stað þess að dreifa kröftunum. Með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík hefur þetta markmið loks orðið að veru- leika en í dag eru allar stómaaðgerðir í Reykjavík einungis framkvæmdar á Landspítalanum við Hringbraut. Heimsóknarþjónustan Á fyrsta starfsári Stómasamtakanna var heimsóknar- og stuðningsþjónustu komið á fót að undangengnum fjórum fundum með læknum og hjúkrunarfólki. Hjúkrunarfræðingarnir Elísabet Ingólfs- dóttir og Alda Halldórsdóttir, sem var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur og til aðstoðar stuðningshópunum, áttu drjúgan þátt í mótun heimsóknarhópsins. Þáverandi formaður, Ólafur R. Dýrmundsson, skrifaði drög að leið- beiningum að breskri fyrirmynd og við frágang þeirra kom Páll Gíslason læknir m.a. við sögu. Valdir voru 10-12 stómaþegar af skrá, eftir aðgerð, aldri og kyni; flestir með áralanga reynslu. Þessi heimsóknarlisti hefur verið endurnýjaðar öðru hvoru. Hann liggur frammi á þeim sjúkrahúsum þar sem stómaaðgerðir eru framkvæmdar og hafa margir nýtt sér þessa þjónustu, bæði fyrir og eftir aðgerð. Stjórnin hefur kallað heimsóknarhópinn saman öðru hvoru til skrafs og ráðagerða og óhætt er að fullyrða að þetta hefir verið einn mikilvægasti þátturinn í starfsemi samtakanna frá upphafi. Þeir sem hafa notað sér þessa þjónustu eru á einu máli um að heimsókn stómaþega hafi í senn jákvæð og uppörvandi áhrif á þá. Tengsl við erlend samtök Strax á fyrsta stjórnarfundi Stóma- samtakanna er fjallað um nauðsyn þess að tengjast erlendum stómasamtökum. Á öðrum stjórnarfundi (9. desember 1980) upplýsir formaður að hann hafi skrifað dönsku stómasamtökunum - Copa - og alþjóðasamtökum stómaþega - International OstomyAssociation (IOA) og beðið um upplýsingar með inngöngu í huga. Þegar 3. stjórnarfundur er haldinn (29. janúar 1981) hafa svör borist frá Copa og IOA sem að vonum voru mjög vinsamleg og fylgdu með upplýsingar um samtökin. Á þessum fundi er ákveðið að Stómasamtökin sæki um aðild að alþjóðasamtökunum sem fullgildur aðili, fremur en aukaaðili, enda munur á kostnaði hverfandi lítill. Sumarið 1982 fór Kristinn Helgason á alþjóðaþing IOA sem haldið var í Munchen í Þýskalandi en þar kynnti hann starfsemi Stómasamtakanna en Krabbameinsfélag íslands styrkti för hans. Á þessum fundi var aðild okkar að IOA samþykkt. Að frumkvæði sænsku stóma- samtakanna voru Stómasamtök íslands hvött til að senda fulltrúa á norræna þingið sem haldið var í Stokkhólmi í ágústlok 1981 og varákveðið að Kristinn Helgason sækti það fyrir hönd okkar. Á þessu þingi kom sú ósk fram að næsti Norðurlandafundur yrði á íslandi. Dagana 14.-16. ágúst 1982 er því í fyrsta sinn haldið Norðurlandaþing stómasamtaka hér á landi. Átján fulltrúar mættu á þetta þing frá öllum Norðurlöndunum. Samtökin kynntu starfsemi sína og talaði Stefán Halldórsson fyrir hönd íslands. í erindi hans kom m.a. fram að félagar i Stómasamtökum íslands er um 100. Þessi Norðurlandaþing hafa verið haldin árlega. Næsti fundur hér á landi er þó ekki fyrr en 1989 og sá þriðji 1996 en hann var haldinn á Akureyri. Árið 2001 er fundurinn haldinn á Hvolsvelli. Þá höfðu Norrænu stómasamtökin - Nordic Ostomy Association (NOA) verið nýlega stofnuð formlega og var Sigurður Jón Ólafsson þáverandi formaður Stómasamtakanna fyrstur íslendinga til að gegna embætti formanns NOA. Árið 2006 er því röðin komin að íslandi á ný. Mariann Bruce, stómahjúkrunar- fræðingur frá Noregi, kom gagngert hingað til lands á vordögum 1984 til að halda fundi með stómaþegum og hjúkrunarfólki norður á Akureyri og í Reykjavík. Vigdís Steinþórsdóttir hjúkrunarfræðingur tók á móti henni fyrir norðan og kynnti Mariann sér aðstöðu stómaþega á Fjórðungssjúkrahúsinu og hélt fund með hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum þar. 20-25 manns mættu á þann fund. Stuttu síðar hélt hún fund með starfsfólki á Borgarspítalanum en þar mættu 30-40 manns til að hlýða á erindi hennar. Daginn eftir var svo aðalfundur Stómasamtakanna þar sem hún flutti fróðlegt erindi og sýndi myndband. Fyrir Norðurlandaþingið 1996 sem haldið var á Akureyri reyndi stjórn Stómasamtakanna að fá fulltrúa frá Færeyjum og Grænlandi því fram að þessu höfðu þessi lönd ekki átt fulltrúa á þessum þingum enda engin skipulögð samtök stómaþega i þeim. Tilefnið var m.a. að á þinginu átti að fjalla um þjónustu við stómaþega í dreifbýli. Með góðri aðstoð krabbameinsfélaganna á íslandi og í Færeyjum tókst að hafa uppi á stómaþega í Færeyjum sem var reiðubúinn að koma til íslands og segja frá reynslu sinni. Hann bjó afskekkt og 10
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (10) Blaðsíða 10
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/10

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.