loading/hleð
(11) Page 11 (11) Page 11
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Hús Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8. hafði aldrei hitt aðra stómaþega fyrr en hann kom til fslands. Þetta frumkvæði Stómasamtaka íslands varð til þess að æ síðan hefur fulltrúa frá Færeyjum verið boðið að sitja þessi þing. Verr hefur hins vegar gengið að ná sambandi við grænlenska stómaþega. Samskipti við Tryggingastofnun ríkisins Samskiptin við Tryggingastofnun ríkisins hafa ekki alltaf verið hnökralaus. Allt frá því Stómahópurinn varð til 1977 gagnrýndi hann það fyrirkomulag að sýna þyrfti læknisvottorð sem TR krafðist á hverju ári enda nánast um formsatriði að ræða. Aðalfundur sem haldinn er 18. maí 1985 samþykkti ályktun þar sem skorað er á tryggingayfirlækni Björn Önundarson og tryggingaráð, en formaður þess þá var Ólafur G. Einarsson, að lengja gildistíma á inn- kaupaheimild fyrir stómaþega úr einu ári í að minnsta kosti fimm ár. í sömu ályktun er jafnframt farið fram á það að á skírteinunum séu vörurnar skilgreindar sem stómavörur en ekki saurpokar og hringir! Ályktunin bar þann árangur að um næstu áramót lengdist gildistími skírteina í tvö ár. Landlæknisembættið hafið mælt með því að gildistíminn yrði fimm ár en lögfræðingur TR svaraði því til að gildistíminn væri hafði svo skammur til að koma í veg fyrir misnotkun! Fyrri hluta árs 1987 hefur tryggingaráð tekið ákvörðun um niðurskurð á stóma- vörum samkvæmt bréfi sem tveir stjórnar- menn rituðu formanni tryggingaráðsins 10. mars það ár en þar er átt við að sumar vörur séu ekki lengur á innkaupalista. Ástæður niðurskurðarins eru tvenns konar: 1. Sumir stómaþegar voru taldir hamstra gögn. 2. Talið er að aðrir en stómaþegar notuðu gögnin. Stjórn Stómasamtakanna taldi eðlilega hvoruga þessara ástæðna réttlæta niðurskurðinn og auk þess er kvartað yfir því að samtökunum hafi ekki verið gjört kunnugt um fyrirhugaðar breytingar á afgreiðslu stómavara. í ársbyrjun 1992 tóku tyggingayfirvöld þá ákvörðun að frá og með 1. febrúar sama ár skyldu stómaþegar greiða 30% af öllum stómavörum að elli- og örorkulífeyrisþegum frátöldum. Þetta var sagt liður í því að auka kostnaðarvitund almennings og koma í veg fyrir mis- notkun á góðri heilbrigðisþjónustu að mati heilbrigðisyfirvalda en Sighvatur Björgvinsson stýrði því ráðuneyti þá. Það voru því fleiri en stómaþegar sem urðu fyrir barðinu á þessari ákvörðun yfirvaldanna. Stjórn Stómasamtakanna mótmælti þessari ákvörðun kröftuglega sem von var því hún hefði þýtt að sumir hefðu þurft að greiða jafnvel tugi þúsunda á ári fyrir lífsnauðsynjar eins og poka og plötur. Mótmælin báru þann árangur að Tryggingastofnun ríkisins ákvað að lækka hlutfall stómaþega í nauðsynlegustu hjálpargögnum niður í 10% og að börn þyrftu alls ekki að greiða neitt en TR hafði víst gleymt að taka tillit til þeirra við fyrri ákvörðun. Ennfremur ákvað TR að lengja gildistíma skírteina í þrjú ár. Ofanefndar breytingar tóku gildi 1. mars 1992. Þessir atburðir í ársbyrjun 1992 sýndu Ijóslega fram á hvílík nauðsyn var á hagsmunasamtökum í þágu stómaþega sem gátu beitt sér þegar reynt var að skerða þjónustu við þá. Stómasamtökin voru aldrei fyllilega sátt við greiðslu fyrir stómavörur, einkum þær sem alls ekki er hægt að vera án. [ ársbyrjun 1994 ritaði stjórnin tryggingaráði bréf þar sem hún óskaði eftir fundi með því. Ekki var hljómgrunnur fyrir afnámi „tíundarinnar" svonefndu en málaleitan um lengingu gildistíma skírteina var vel tekið. Skömmu síðar var hann lengdur í fimm ár. Það var svo árið 2003 sem hann var lengdur í tíu ár. Nú þarf ekki lengur vottorð frá heimilislækni eins og áður heldur gerist endurnýjun skírteina sjálfkrafa. 1. september 1998 gengu í gildi nýjar reglur Tryggingastofnunar ríkisins um greiðsluþátttöku stofnunarinnar í stómavörum. Tekin var sú ákvörðun að TR greiddi 100% í flestum vörum en þó þannig að greiðslan væri bundin við hámarksverð á ákveðnum vörum. Hún setti með öðrum orðum þak á sumar vörur þ.á.m. poka og plötur. Færi vöruverð upp fyrir þessa ákveðnu upphæð yrðu stómaþegar sjálfir að bera kostnaðinn. í því tilviki var ekki tekið tillit til þess hvort í hlut ættu öryrkjar, ellilífeyrisþegar eða börn. Þessar breytingar komu sér ágætlega fyrir suma, einkum þá 11


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Year
2006
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Link to this page: (11) Page 11
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/11

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.