loading/hleð
(12) Blaðsíða 12 (12) Blaðsíða 12
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna sem höfðu þurft að greiða áðurnefnda „tíund" en hins vegar afar illa fyrir suma ellilífeyrisþega og öryrkja. Verst komu þær niður á þvagstómaþegum. Dæmi voru til þess að eftir þessar breytingar þurftu fáeinir öryrkjar að greiða um 60.000 kr. á ári! Stjórn Stómasamtakanna mótmælti þessum nýju reglum kröftuglega og sér- lega hvernig þær kæmu við þá sem síst skyldi. Krafa stjórnarinnar var sú að sett yrði ákveðið þak á greiðslu stómaþega líkt og verið hefur með læknisvitjanir og að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og börn yrðu algerlega undanþegin allri greiðslu. Mikið var um fundarhöld og bréfaskipti í tengslum við þessar reglur og m.a. var úrskurðinn kærður til tryggingaráðs en það bar ekki árangur. Tryggingastofnun kvað þessar reglur settar til að koma í veg fyrir óeðlilega hækkun á stómavörum en kostnaður TR vegna stómavara hafði hækkað umtalsvert undangengin ár. Stómasamtökin bentu hins vegar á að ein meginástæða hækkunar útgjalda TR vegna stómavara væri töluverð Ijölgun stómaaðgerða á sama tíma. Þessum reglum hefur lítillega verið breytt seinustu árin en að undanskyldum nauðsynjum fyrir þvagstómaþega eru flestar þeirra undir þessi hámarki. Félags- og fræðslufundir Stómasamtökin hafa haldið nokkra félags- og fræðslufundi á ári hverju auk aðalfundar. Oftar en ekki hefur fólk með sérþekkingu verið fengið til að halda erindi, einkum læknar og hjúkrunarfólk. Einnig hafa nýjungar í hjálpartækum verið kynntar. Þessir fundir hafa eðlilega verið haldnir í Reykjavík en stundum hafa slíkir fundir verið haldnir á Akureyri auk þess sem stómaþegar í Eyjafirði hafa komið saman einu sinni til tvisvar á vetri. Einstöku sinnum hafa verið haldnir meiriháttar fræðslufundir með nokkrum frummælendum. Fyrsti fundurinn af því tagi er haldinn í nóvember 1988 í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Hann hófst með því að Sigurður Björnsson, varaformaður Krabbameinsfélags íslands, setti fundinn og ávarpaði gesti en því næst kynnti Kristinn Helgason, formaður Stómasamtakanna, félagið. Þrír skurð- læknarfjölluðu um mismunandi stóma- aðgerðir; Jónas Magnússon um ristil- stóma, Tómas Jónsson um garnastóma og Guðmundur Vikar Einarsson um þvagstóma. Elísabet Ingólfsdóttir stóma- hjúkrunarfræðingur og Rósa Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum töluðu um stómahjúkrun og tengsl við stómaþega. Hátt í 50 manns mættu á þennan fund sem vafalaust var sá fjölmennasti í sögu félagsins og þótti takast vel. Umræður urðu fjörugar að erindum loknum og var sérstaklega rætt um skort á fræðslu- og upplýsingabæklingum fyrir hjúkrunarfólk og stómaþega. Einnig var rætt um nauðsyn á ákveðnari tengslum milli hjúkrunarfræðinga og stómaþega og að verulega skorti á eftirmeðferð stómaþega. Seint í mars 1998 var haldið Mál- þing um líkamsímynd stómaþega. Á þessum fundi fjallaði Jóna Ingibjörg Jónsdóttir hjúkrunar- og kynfræðingur erindi er hún nefndi Stóma og kynlíf. Þar fjallaði hún um áhrif sjúkdóma á kynlíf, einkum hjá stómaþegum, hvernig stómaþegum gengur að aðlagast breyttri líkamsímynd og leiðir til úrbóta þar sem um kynlífsvanda er að ræða. Tryggvi Stefánsson skurðlæknir ræddi um upplýsingar til stómaþega fyrir aðgerð og fylgikvilla aðgerða. Snorri Ingimarsson geðlæknir fjallaði um hvernig hjálpa á sjúklingi sem lent hefur í sálarkreppu vegna breytts útlits af völdum skurðaðgerða. Vigdís Steinþórsdóttir stómahjúkrunarfræðingur greindi frá þætti íslands í samevrópskri könnun á lífsgæðum stómaþega. Bergljót Þórðardóttir stómahjúkrunarfræðingur fjallaði um konur með stóma og Ólafur R. Dýrmundsson sagði frá reynslu sinni sem stómaþegi. Að lokum voru pallborðsumræður með öllum fyrirlesurum auk Arnar Agnarsson fyrrum formanns Stómasamtakanna. Um 50 manns mættu á þennan fund, sem þótti takast Ijómandi vel, en hann var haldinn í húsnæði Krabbameinsfélagsins. Fagfólk var áberandi á þessum fundi en miður þótti hve stómaþegar voru fáir. Stuðningshópar Krabbameinsfélags- ins hafa alltaf öðru hverju haft með sér samstarf. Sem dæmi má nefna vel heppnaðan fund um lög um réttindi sjúklinga sem haldinn var að Hótel Loftleiðum í nóvember 1997 en þau tóku gildi 1. júlí sama ár. Þarna komu fram ólík sjónarmið og sýndist frummælendum sitt hverjum um ágæti laganna. Dögg Pálsdóttir lögfræðingur, sem var formaður þeirrar nefndar er samdi lögin, lagði áherslu á að með þeim væri verið að tryggja sjálfsögð mannréttindi. Ástríður Stefánsdóttir, læknir og M.A. í heimspeki, sem einnig átti sæti í nefndinni, rakti sögulegan bakgrunn laganna. Sigurður Björnsson krabbameinslæknir gagnrýndi einkum þátt ríkisins í lögunum sem hann sagði að væru skýr og skiljanleg en varla framkvæmanleg. Sigurður Líndal lagaprófessor gagnrýndi það sem hann kallaði ofuráherslu á mannréttindi. Hann sagði að margt í þessum lögum ætti fremur heima í siðareglum og þar af leiðandi væru slík lög merkingarlaus. Sigurður Jón Ólafsson formaður Stóma- samtakanna sagði að lögin tryggðu ýmis mikilvæg réttindi sjúklinga og hvatti þá sem ættu í vændum að fara í aðgerð til að kynna sér þau. Að framsöguerindum loknum voru mjög fróðlegar og gagnlegar umræður. Nám í stómahjúkrun Á stjórnarfundi Stómasamtakanna í ársbyrjun 1993 er samþykkt að styrkja Oddfríði Jónsdótturtil náms í stómahjúkrun í samvinnu við Landspítalann. Stjórnin vildi jafnframt vinna að því að annar 12
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (12) Blaðsíða 12
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/12

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.