loading/hleð
(17) Blaðsíða 17 (17) Blaðsíða 17
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna „Jákvætt hugarfar skiptir sköpum“ segir Hulda Pálmarsdóttir, stómaþegi í hálfa öld Hulda Pálmarsdóttir hefur verið stóma- þegi í liðlega 50 ár. Hún fór í stómaaðgerð I september 1954, þá 28 ára gömul. Hún er því meðal fyrstu sem gangast undir slíka aðgerð hér á landi og hefur því meiri reynslu sem stómaþegi en flest ef ekki öll okkar. Hún hefur verið virk í heimsóknarþjónustu Stómasamtakanna frá stofnun þeirra og þeir eru ófáir sem notið hafa liðsinnis hennar og fengið hjá henni andlegan styrk. Það er til marks um hversu hógvær manneskja Hulda er að þegar ég bar upp erindið, að mega taka viðtal við hana, svaraði hún aðeins að hún hefði svo sem ekki frá nokkru merkilegu að segja. Ég bað hana samt að skýra frá því hvernig aðstæður hefðu verið þegar hún var skorin upp. Það var í september 1954 sem ég gekkst undir stómaaðgerð vegna blæðandi ristilbólgu eða Colitis Ulcerosa. Ég var u.þ.b. ár á spítala og á þeim tíma gekkst ég undir tvær aðgerðir. Fyrst var ég lögð inn á Landakot og lá þar í sex mánuði. Vegna þess að engin svæfingatæki voru til þar þá var ég flutt yfir á Landspítalann þar sem aðgerðirnar voru framkvæmdar. Fyrst var lítill partur af ristlinum numinn brott og skömmu síðar nær allur ristillinn enda er ég nær því að vera með ileóstómíu en kólóstómíu og þess vegna er stómían hægra megin á mér. Ein ástæðan fyrir því að ég var svona lengi á spítalanum var sú að mig vantaði blóðstorknun. Snorri Hallgrímsson, sem þá var yfir- læknir á Landspítalanum, framkvæmdi þessar aðgerðir í samvinnu við Friðrik Einarsson og Pál Gíslason. Það voru nokkur vandkvæði með skurðinn sem var gerður við endaþarminn en ekki á kviðnum eins og gert er í dag. Hann vildi ekki lokast og því varð að nota vítisstein einu sinni í viku til að brenna fyrir. Það var ansi kvalafullt. Svo er það sem Árna Björnssyni lýtalækni, sem var nýkominn frá námi, tekst að lagfæra skurðinn með aðgerð og þurfti þá ekki að eiga meira við hann. Ég get ekki kvartað undan hjúkrun- inni - síður en svo. Það var hugsað afskaplega vel um mig, bæði á Landakoti og Landspítala. Hvernig var með stómavörur á þessum tíma? Þegar ég gekkst undir aðgerð voru engar stómavörur til. Ég varð því að skola mig tvisvar á dag; áður en ég fór í vinnu á morgnana og á kvöldin þegar ég kom heim. Annars hafði ég bara grisju fyrir opinu. Þetta gekk bara furðu vel. Eftir að ég var orðin heil heilsu á ný fékk ég vinnu á gæsluvellinum við Dunhaga og starfaði þar í 30 ár. Það komu ekki upp nein vandamál í sambandi við leka á þessum árum; þetta gekk næstum því eins og í sögu. Unga fólkið í dag á náttúrlega erfitt með að skilja hvernig maður fór að í þá daga. Ég var beðin að koma á námskeið hjá sjúkraliðum fyrir nokkrum árum. Þau voru steinhissa þegar ég sagði þeim frá því að engir pokar hefðu verið til þegar ég var skorin upp. Hvað gerðirðu eiginlega? spurðu þau. Hvernig fórstu að? Orðum sínum til áréttingar sýnir Hulda mér skolunartækin sem hún notaði þangað til pokarnir komu til sögunnar. ílát úr plasti til að hella vatninu í og slanga niður úr því og járnskál fyrir úrganginn. Einfaldar græjur en þættu kannski gamaldags í dag. Þegar ég gekkst undir aðgerð voru engar stómavörur til. Ég varð því að skola mig tvisvar á dag; áður en ég fór í vinnu á morgnana og á kvöldin þegar ég kom heim. Annars hafði ég bara grisju fyrir opinu. Ég notaði aldrei annað en hitaveitu- vatn til að skola mig. Ég var ekkert að hafa fyrir því að sjóða það fyrst. Það tók svona 15-20 mín. að skola sig eða álíka lengi og það tekur í dag að skipta um plötu og poka. Það var eins og himnaríkissending þegar Hjálpartækjabankinn fór að flytja inn stómavörur. Það er varla hægt að lýsa því með orðum hvílík breyting það var. Þetta hefur verið um 1980. Þá hætti ég að skola mig og get varla sagt að ég hafi brúkað skolunartækin síðan. Ég spyr hvort hún hafi verið gift eða í sambúð þegar hún lenti í aðgerðinni Nei og hef aldrei gifst. Ég geri ráð fyrir að á þeim tíma sem engir pokar voru til og ég þurfti að skola mig hafi ég ekki 17
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (17) Blaðsíða 17
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/17

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.