loading/hleð
(21) Page 21 (21) Page 21
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Lög um réttindi sjúklinga Lög um réttindi sjúklinga tóku fyrst gildi 1. júlí 1997 og voru samþykkt með breytingum þremur árum síðar. í þeim er að finna mörg mikilvæg ákvæði til hagsbóta fyrir sjúklinga. Við ráðleggjum þér að kynna þér þau en þau ættu að liggja frammi á öllum sjúkrahúsum eða a.m.k. úrdráttur úr þeim. Annars má nálgast þau á netinu. Slóðin er: http://www.althingi.is/lagas/131a/1997074.html Um markmið laganna segir í 1. gr.: „Markmið laga þessara er að tryggja sjúklingum tiltekin réttindi í samræmi við almenn mannréttindi og mannhelgi og styrkja þannig réttarstöðu þeirra gagnvart heilbrigðisþjónustunni og styðja trúnaðarsambandið sem ríkja ber milli sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna." Um gæði heilbrigðisþjónustu segir í 3.gr.: „Sjúklingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita. Sjúklingur á rétt á þjónustu sem miðast við ástand hans og horfur á hverjum tíma og bestu þekkingu sem völ er á. Heilbrigðisstarfsmaður skal leitast við að koma á traustu sambandi milli sín og sjúklings. Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita.“ Við viljum vekja sérstaka athygli á 22. gr. laganna sem greina frá reglum um innlögn og útskrift: „Við komu sjúklings á heilbrigðisstofnun skulu heilbrigðisstarfsmenn sem annast hann kynna sig og starfssvið sitt. Jafnframt skal kynna fyrir honum reglur og venjur sem gilda á stofnuninni og máli skipta. Sjúklingi skal gerð grein fyrir hvaða læknir beri meginábyrgð á meðferð hans á heilbrigðisstofnun. Áður en að útskrift sjúklings kemur skulu aðstæður hans kannaðar og honum tryggð fullnægjandi heima- þjónusta eða önnur úrræði eftir því sem unnt er. Við útskrift af heilbrigðisstofnun skal sjúklingur fá, eftir því sem þörf krefur, leiðbeiningar um þýðingarmikil atriði er varða eftirmeðferð, svo sem lyfjagjöf, mataræði, þjálfun og hreyfingu. Ef þess er óskað skulu leiðbeiningarnar gefnar skriflega. Læknabréf og vottorð vegna veikinda, slysa, sjúkra- húslegu og þess háttar skulu afgreidd án ástæðulauss dráttar." í samræmi við lög um réttindi sjúklinga átt þú því rétt á eftirfarandi: 1. Að fá nákvæmar upplýsingar um þá aðgerð sem þú átt í vændum. 2. Að stómahjúkrunarfræðingur annist þig þar sem því verður við komið. 3. Að þú fáir heimsókn stómaþega fyrir og eftir aðgerð. 4. Að þú fáir allar skriflegar upplýsingar um Stómasamtökin og stómaþega sem tiltækar eru. 5. Að þú fáir nákvæmar upplýsingar um eftirmeðferð og heimahjúkrun. 6. Að þú fáir upplýsingar um það hvar þú getur fengið stómavörur. 7. Að þú fáir umsóknareyðublað til að fá vottorð hjá Tryggingastofnun ríkisins. 21


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Year
2006
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Link to this page: (21) Page 21
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/21

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.