loading/hleð
(26) Blaðsíða 26 (26) Blaðsíða 26
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Tryggvi Stefánsson skurðlæknir Skurðaðgerðir vegna sáraristilbólgu Inngangur Sáraristilbólga er sjúkdómur í slímhúð ristilsins (Colitis Ulcerosa). Það er ekki vitað hvað veldur sáraristilbólgu. Það er álitið að ýmsir þættir í erfðum og umhverfi valdi sjúkdómnum. Sáraristilbólga líkist sjúkdómum í ónæmiskerfinu. í blóðrás sjúklinga með sáraristilbólgu eru hvít blóðkorn sem hafa þann eiginleika að þær ráðast á frumur í slímhúð ristils og endaþarms og valda bólgu og vefjaskemmdum í slímhúðinni. Þessum eiginleikum er viðhaldið af ristilslímhúðinni en hverfa ef öll slímhúð ristils og endaþarms er fjarlægð. Lyfjameðferðin byggist á gjöf bólgueyðandi lyfja eins og Salazopyrins og Mesalasins og í bráðatilvikum sterum (Prednisólon). Einnig eru ýmis ónæmisbælandi lyf gagnleg í meðferð við sáraristilbólgu (Azathioprine, 6- Mercaptopurin, Cyclosporin). Þegar ekki er hægt að meðhöndla sjúkdóminn með lyfjum er ristil- og endaþarmsslímhúðin fjarlægð með aðgerð. Mynd 2. Gerð í Gagnasmiðju LSH. Það eru meira en 50 ár síðan brottnám á ristli, endaþarmi og enda- þarmsopi með varanlegri ileostómíu var kynnt sem meðferð við sáraristilbólgu (Mynd 2). Þessi aðgerð er í fullu gildi enn þann dag í dag. Nýjungar í skurðlækningum sáraristilbólgu sem komið hafa síðan hafa ekki leitt til betri meðferðar á sjúkdómnum heldur hefur markmið nýjunganna verið að komast hjá því að nota varanlega ileostómíu. Hjá þeim sem ekki hafa haft alvarlegan sjúkdóm í endaþarmi hefur brottnám á ristli með tengingu á ileum í endaþarm verið notuð (Mynd 3). Kochs poki er innri garnapoki sem var þróaður af prófessor Kocks í Gautaborg og byrjað að nota þar 1969. Innri garnapoki var settur í kvið á svipuðum stað og iieostómía og tæmdur með plastlegg í gegnum gat á kviðnum. Kochspoki hefur ekki verið notaður hér á íslandi og mun ég því ekki fjalla meira um hann. Á St Marks sjúkrahúsinu í London byrjuðu Parks og Nichols að gera aðgerð 1978 þar sem þeir tengdu innri poka niður í endaþarmsopið og er garnapokaaðgerðin sem notuð er i dag þróun á þeirri aðgerð. Mynd 3. Gerð í Gagnasmiðju LSH. Bráðaaðgerðir Bráðaaðgerðir vegna sáraristilbólgu eru orðnar sjaldgæfar vegna þess hve eftirlit með sáraristilbólgusjúklingum er gott, en bráðaaðgerð þarf að gera ef ristilveggurinn rofnar eða ef mikil blæðing verður frá sárum í ristilslímhúðinni sem ekki er hægt að stöðva öðru vísi en með aðgerð. Ristilveggurinn rofnar vegna sármyndana í slímhúðinni eða vegna mikils þans á ristlinum sem verður vegna lömunar í ristilveggnum. Við rof á ristli 26
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 26
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.