loading/hleð
(27) Blaðsíða 27 (27) Blaðsíða 27
25 ára afmælisrit Sómasamtakanna getur innihald ristilsins lekið út í kviðinn og valdið lífshættulegri sýkingu. í bráðatilvikum er annað hvort tekinn allur ristill, endaþarmur og endaþarmsop og lögð fram endaileostómía (Mynd 2) eða bara ristillinn er tekinn, lögð fram ileostomia og skildir eftir 15 - 20sm af endaþarminum (Mynd 4) en það gefur möguleika á því að gera aðra aðgerð síðar þar sem endaþarmurinn er fjarlægður og garnapoki er tengdur niður í endaþarmsop (Mynd 5). Mynd 4. Gerð í Gagnasmiðju LSH. Mynd 5. Gerð I Gagnasmiðju LSH. Valaðgerðir Valaðgerðir eru þær aðgerðir sem hægt er að gera á fyrirfram ákveðnum tíma, á dagvinnutíma, og þar sem orsökin veldur ekki bráðri hættu fyrir sjúklinginn. Helstu ábendingar fyrir valaðgerðum hjá sáraristilbólgusjúklingum eru þegar lyfjameðferð bregst, þegar áhætta fyrir krabbameini er aukin og þegar börn hætta að vaxa eðlilega vegna sjúkdómsins. Það er erfitt að skilgreina hvenær lyfjameðferð bregst. En það sem venjulega er litið á sem slakan árangur af lyfjameðferð er langvinnt heilsuleysi, tíðar endurkomur bráðrar bólgu, alvarleg einkenni og ef sjúklingurinn er háður sterum vegna sjúkdómsins. Þegar á að meta lyfjameðferðina er hægt að styðjast við upplýsingar um hversu oft sjúklingurinn þarf að leggjast á sjúkrahús, hversu mikið sjúklingurinn er frá vinnu, álag á fjölskyldu, aðra félagslega þætti, hversu einkennin eru alvarleg, hvort hann þjáist af blóðleysi, þróttleysi eða vannæringu. Afstaða sjúklingsins sjálfs til aðgerðar getur haft afgerandi áhrif á það hvernig þessi atriði eru metin. Krabbameinsáhætta er aukin hjá þeim sem hafa sáraristilbólgu. Áhættan verður meiri eftir því sem sjúklingurinn hefur sjúkdóminn lengur og eykst áhættan hraðar eftir að hann hefur haft sjúkdóminn í 10 ár. Mest er aukningin hjá þeim sem hafa haft bólgu í öllum ristlinum. Sjúklingum með sáraristilbólgu er fylgt eftir með ristilspeglunum vegna krabbameinshættunnar. Hægt er að finna breytingar í ristlinum sem eru forstig að krabbameini (dysplasia) og er álitið að þegar þær eru til staðar eigi að fjarlægja ristilinn. Þær valaðgerðir sem eru notaðar á LSH eru: 1. Brottnám á ristli, endaþarmi og enda- þarmsopi með varanlegri endaileo- stomiu (Mynd 2) 2. Brottnám á ristli með tengingu á smágirni í endaþarm (Mynd 3) 3. Brottnám á ristli og endaþarmi með tengingu á garnapoka niður í endaþarmsop (Mynd 5) Smágirni (ileum) tengt við endaþarm Hjá 10% sjúklinga sem fara í aðgerð er ástand endaþarms það gott að það er hægt að komast hjá því að fjarlægja endaþarminn og er þá hægt að tengja ileum í endaþarm. Við það nýtist endaþarmurinn sem geymir fyrir hægðir en sjúklingurinn þarf að vera í reglulegu eftirliti til að fylgjast með slímhúðinni í endaþarminum m.t.t. bólgu og krabba- meinsmyndunar. Skilyrðin fyrir því að hægt sé að nota endaþarminn til að tengja í eru að hringvöðvinn sé eðlilegur þannig, að sjúklingurinn geti haldið hægðum, að bólgusjúkdómurinn hafi ekki minnkað geymslurými endaþarmsins það mikið að hann sé ónothæfur og það má ekki vera virk bólga í endaþarminum. Þrátt fyrir að gætt sé að þessu gerist það í allt að 30% tilfella að það þarf að fjarlægja endaþarminn seinna. Þó að endaþarmurinn sé fjarlægður í þessum tilvikum er samt enn mögulegt að gera garnapoka og tengja hann niður í endaþarmsop. Garnapokaaðgerð Garnapokinn er 15 til 18 sm langur poki sem er gerður úr neðstu 35 til 40 sm smágirnis (ileum). Garnapokarnir hafa verið nefndir eftir lögun sinni og er talað um S-poka, W-poka og J-poka. Það er orðið algengast að nota J-lagið (Mynd 6) þar sem það er einfaldast og það hefur sýnt sig að það breytir engu til lengri tíma hvaða lögun er á garnapokanum, af því að hann lagar sig að grindarholinu. Þegar garnapoki er tengdur niður í endaþarmsopið er talað um að gera aðgerðina í einu þrepi, tveim þrepum eða þrem þrepum. Ef aðgerðin er gerð í einu þrepi er átt við að ristillinn og endaþarmurinn séu teknir og gerður innri garnapoki sem sé tengdur niður í endaþarmsopið í einni aðgerð og er þá engin ileostómía gerð (Mynd 5). Þessa oo Mynd 6. Gerð í Gagnasmiðju LSH. CD 27
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (27) Blaðsíða 27
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/27

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.