loading/hleð
(34) Page 34 (34) Page 34
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna Trefjar Trefjar eru kolvetni sem ekki brotna niður í meltingunni og nýtast því ekki sem orka. Þær draga til sín vatn, bæta meltinguna og auka umfang hægða og auðvelda losun þeirra. Treljar eru tvenns konar og hafa ólík áhrif á meltingarveginn. Vatnsleysanlegar trefjar hægja á magatæmingu en eiga lítinn þátt í því að örva meltinguna. Dæmi um slíkar trefjar eru pektin, gúmmíefni og hemicellulosi, fæðutegundir, s.s. haframjöl, rúgmjöl, ávextir, ber, grænmeti, bygg og sagógrjón innihalda þessar trefjar. Óvatnsleysanlegar trefjar draga í sig vatn á leiðinni gegnum meltingarveginn, örva hreyfingu meltingarvegar og koma í veg fyrir hægðatregðu. Dæmi um slíkar trefjar eru sellulosi, lignin, sumar tegundir hemisellulosa, fæðutegundir, s.s. hveitiklíð, hýðishrísgrjón, gróft brauð, gróf morgunkorn, ávextir og grænmeti. Ávallt er hætta á að einhver næringarefni vanti og má þar nefna járn, kalk, B12 og fituleysanlegu vítamínin A, D og E. Gott er að hafa fæðuhringinn í huga og athuga hvaða fæðuflokkar verða útundan. Matseðill Æskilegur matseðill dagsins getur litið svona út: Morgunverður Hafragrautur, cheerios eða jógúrt. Brauð með smjöri og osti. Drykkur. Hádegisverður Súpa og samloka. Drykkur. Síðdegishressing Brauð eða kökusneið, te eða annar drykkur. Næringardrykkur. Kvöldverður Heitur matur, svo sem fiskur eða kjöt. Hrísgrjón, kartöflureða pasta og soðið grænmeti. Ávöxtur. Drykkur. Kvöldhressing Brauð, kringla, kex eða ávöxtur. Drykkur. Við þetta má bæta að gjarnan má setja eitthvað járnríkt og kalkríkt ofan á brauð eins og t.d. lifrarkæfu eða sardínur. Stuðningshópar Krabbameinsfélagsins Stómasamtök íslands eru meðal stuðningshópa Krabbameinsfélagsins. Aðrir eru: Samhjálp kvenna - samtök til stuðnings konum sem greinast með brjóstakrabbamein. Vefsíða: www.samhjalpkvenna.org, netfang: samhjalp@krabb.is, símar540 1915 og 898 1712. Skrifstofa er opin að Skógarhlíð 8 á þriðjudögum kl. 14:30 til 16:30. Ný rödd - samtök fólks sem hafa misst raddbönd vegna krabbameins. Vefsíða: www.nyrodd.org, netfang: nyrodd@krabb.is, sími 824 5996. Styrkur - samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Vefsíða: www.styrkur.org, netfang: styrkur@krabb.is, sími 540 1916 og 896 5808 Skrifstofa er opin að Skógarhlíð 8 á fimmtudögum kl. 13 til 15. Kraftur - stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Vefsíða: www.kraftur.org, netfang: kraftur@kraftur.org, símar 540 1915 og 866 9600 (stuðningstími). Skrifstofa er opin að Skógarhlíð 8 á mánudögum og miðvikudögum kl. 9 til 15. Góðir hálsar - stuðningshópur um krabbamein í blöðruhálskirtli, sem starfar með Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Vefsíða: www.krabb.is/godirhalsar. Símar 540 1928 og 821 4369. Stuðningshópur kvenna með krabbamein í eggjastokkum, sem starfar með Krabbameinsfélagi Reykjavíkur. Vefsíða: www.krabb.is/egg. Símar 540 1928 og 695 9424. 34


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Year
2006
Language
Icelandic
Pages
44


Direct Links

If you want to link to this book, please use these links:

Link to this book: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Link to this page: (34) Page 34
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/34

Please do not link directly to images or PDFs on Bækur.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.