loading/hleð
(40) Blaðsíða 40 (40) Blaðsíða 40
25 ára afmælisrit Stómasamtakanna „Ef þú missir trúna á sjálfan þig er fokið í flest skjól“ segir Jón Þorkelsson garnapokaþegi Jón Þorkelsson er 45 ára gamall viðskiptafræðingur, giftur og á þrjú börn á aldrinum 4ra til 12 ára. Hann er gjaldkeri Stómasamtakanna og hefur gegnt því starfi frá 2003. Jón er með svokallaðan garnapoka sem hefur á seinni árum rutt sér til rúms sem hugsanlegur valkostur þeirra sjúklinga sem þurfa að fara í stómaaðgerð. Jón, hvað kom til að þú þurftir að fara i aðgerð? Ég veiktist af ristilbólgum einhvern tíman á árunum 1982-1983 þegar ég var 22ja ára gamall og var síðan að slást við þann sjúkdóm í tólf til þrettán ár eða fram á haust 1995 að ég ákvað í samráði við lækna á Borgarspítalanum eins og hann hét þá að nú væri nóg komið. Þá hafði ég verið veikur svo til linnulítið í rúmlega eitt ár. Ég hafði í dágóðan tíma vitað af tilvist Stómasamtakanna og þeim möguleika að ég myndi enda í stómaaðgerð en alltaf litið á það sem hálfgerðan dauðadóm og aldrei viljað hugleiða þann möguleika í nokkurri alvöru. Hvað kom til að þú skiptir um skoðun? Meðan ég vará spítalanum haustið 1995 að reyna að fá mig góðan með lyfjagjöf, með þeim eina árangri að líkamlegri og andlegri heilsu hrakaði stöðugt var Tryggvi Stefánsson skurðlæknir fenginn til að tala við mig. Hann benti mér á þann valmöguleika sem ég hugsanlega ætti með garnapokanum eða J-pokanum eins og hann er stundum kallaður. Einnig fékk ég stuðningsviðtal frá heimsóknarþjónustu Stómasamtakanna sem hressti mig mikið og sannfærði mig um að stómað væri langt í frá það versta sem fyrir mig gæti komið. Ég skal ekkert leyna því að þó svo að það hafi verið ágætis „ástand“, ef svo má kalla að vera með stóma, þá var það líka gott að losna við stómað og fá garnapokann. Hvert var svo framhaldið? Að ráði bæði lyf- og skurðlækna tók ég þarna um haustið þá ákvörðun að láta skera mig upp og losa mig við ristilinn í heilu lagi enda var hann orðinn svo til ónýtur samkvæmt öllum rannsóknum sem hægt var að framkvæma. í þessari fyrri aðgerð fékk ég setta á mig stóma með því fororði að ég ætti möguleika á garnapokanum ef hægt væri að skilja eftir um það bil 20 sentimetra neðst á ristlinum. Það var hægt og einu ári og einum degi betur fór ég í seinni aðgerðina og hef síðan verið með garnapokann og að langmestu leyti gengið vel. Nú hefur þú reynslu afað vera bæði með garnastóma og garnapoka, er hægt að segja að annað sé betra en hitt ? Sú reynsla sem ég fékk við að vera með stóma er síður en svo neikvæð. Þetta var mjög stórt skref að stíga fyrir mig eins og vafalaust flesta aðra en eftir að hafa verið veikur meira og minna í 12-13 ár var það hreinlega mjög þægilegt að vera með stóma og vera laus við allt pilluát og aðra lyfjaneyslu. Það tók náttúrulega smátíma að venjast þessu en ég var frá upphafi staðráðinn í að láta þetta ekki hindra mig á neinn hátt. Á þessu ári gerði ég allt sem ég hafði gert áður en ég fór í aðgerðina; stundaði útivist og veiði, fór í sund með börnin, líkamsrækt og fótbolta með félögum mínum. Og fór þá náttúrulega í sturtu með þeim eins og vera ber. Hvernig var því tekið að þú værir með pokann hangandi utan á þér? Það vakti auðvitað athygli og einstaka maður gjóaði augunum á þetta nývirki. Einn kom og spurði hvað hefði komið fyrir mig og eftir að ég hafði útskýrt það minntist ekki nokkur maður á það framar. Síðan fékkstu innvortis pokann? Já, eftir rétt rúmt ár fékk ég innvortis pokann og hef verið með hann síðan og gengið vel að langmestu leyti. Ég skal ekkert leyna því að þó svo að það hafi verið ágætis „ástand“, ef svo má kalla að vera með stóma, þá var það líka gott að losna við stómað og fá garnapokann. Hann er innan í mér en ekki hangandi utan á og því ekki sýnilegur eins og hjálpargögnin í kringum stómíað. Einu lyfin sem ég þarf að taka er Imodium til að hægja á meltingarstarfseminni sem er mikill munur frá því þegar ég var með sýktan ristilinn og þurfti að éta steralyf í miklu magni. Ég man að konan 40
(1) Blaðsíða 1
(2) Blaðsíða 2
(3) Blaðsíða 3
(4) Blaðsíða 4
(5) Blaðsíða 5
(6) Blaðsíða 6
(7) Blaðsíða 7
(8) Blaðsíða 8
(9) Blaðsíða 9
(10) Blaðsíða 10
(11) Blaðsíða 11
(12) Blaðsíða 12
(13) Blaðsíða 13
(14) Blaðsíða 14
(15) Blaðsíða 15
(16) Blaðsíða 16
(17) Blaðsíða 17
(18) Blaðsíða 18
(19) Blaðsíða 19
(20) Blaðsíða 20
(21) Blaðsíða 21
(22) Blaðsíða 22
(23) Blaðsíða 23
(24) Blaðsíða 24
(25) Blaðsíða 25
(26) Blaðsíða 26
(27) Blaðsíða 27
(28) Blaðsíða 28
(29) Blaðsíða 29
(30) Blaðsíða 30
(31) Blaðsíða 31
(32) Blaðsíða 32
(33) Blaðsíða 33
(34) Blaðsíða 34
(35) Blaðsíða 35
(36) Blaðsíða 36
(37) Blaðsíða 37
(38) Blaðsíða 38
(39) Blaðsíða 39
(40) Blaðsíða 40
(41) Blaðsíða 41
(42) Blaðsíða 42
(43) Blaðsíða 43
(44) Blaðsíða 44


25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005

Ár
2006
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: 25 ára afmælisrit Stómasamtaka Íslands 1980-2005
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5

Tengja á þessa síðu: (40) Blaðsíða 40
https://baekur.is/bok/ba45aae8-7b8b-4896-96a8-81d176881fb5/0/40

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.