loading/hleð
(26) Blaðsíða 24 (26) Blaðsíða 24
Umferð Kvennalistinn vill að umferð gangandi og hjól- andi vegfarenda sitji ætíð í fynrrúmi. Jafnframt þarf að miða að því að halda umferð gangandi fólks og akandi sem mest aðskilinni. Sérstaka áherslu skal leggja á gönguleiðir bama í skóla. Umferðargötur eiga ekki að skilja skóla frá íbúða- byggð ef þess er nokkur kostur. Fatlaðir eiga að komast leiðar sinnar um borgina og tryggja ber þeim greiðan aðgang að stofnunum hennar eins og lög mæla fyrir um. Eitt af brýnustu hagsmunamálum samfélagsins er að draga úr umferð einkabíla en auka notkun strætisvagna. Með því má fækka umferðarslysum, draga úr mengun og kostnaði við samgöngur. Pjónustu strætisvagna þarf að bæta og gera þannig úr garði að ódýrt og auðvelt sé að ferðast milli staða. Til þess að svo megi verða þarf ríkisvaldið að styrkja þessar samgöngur ekki síður en skipa- og flugsamgöngur. Kvennalistinn vill: að hámarkshraði verði 30 km. í öllum íbúðahverfum borgarinnar. að ráðstafanir verði gerðar til að tryggja öryggi bama til og frá skóla. að leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur verði bætt. að dregið verði úr einangrun fatlaðra með því að gera þeim kleift að komast leiðar sinnar um borgina. 24


Stefnuskrá í borgarmálum 1986

Ár
1986
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
32


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Stefnuskrá í borgarmálum 1986
https://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc

Tengja á þessa síðu: (26) Blaðsíða 24
https://baekur.is/bok/bbfd88f5-f65e-45b2-aaee-8bbaf51cdffc/0/26

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.