loading/hleð
(6) Blaðsíða [4] (6) Blaðsíða [4]
Enginn íslenzkur myndlistarmaður hefur haft eins yfirgripsmikil og djúptæk áhrif á íslenzka sam- tíðarlist og Þorvaldur Skúlason. Kennir áhrifa hans jafnvel í verkum yngstu málarakynslóðarinnar. Þorvaldur byrjaði að mála strax á unglingsárum heima á Blönduósi, án tilsagnar, en þegar hann kom til Reykjavíkur og Ásgrímur Jónsson og Jón Stefánsson sáu nokkrar myndir hans á sýningu í Listvinahúsinu, hvöttu þeir hann eindregið til að leggja út á listabrautina. Fyrstu myndir Þor- valds sýndu sjaldgæfa meðfædda listgáfu. Þorvaldur átti því láni að fagna að hafa góða kennara strax í Ósló og síðar í París, svo að hann komst á unga aldri í frjóa snertingu við heimslistina. Hann hélt sýningu hér í Reykjavík 19S8 og vakti hún geysimikla athygli og hrifningu, ekki sízt listamanna. Urðu myndir hans eftirsóttar og vinsælar. Eðlilegt var, að Þorvaldur hyrfi frá fígúratífri til abstraktrar listar, þó að sú stefnubreyting kostaði hann að mestu leyti þær vinsældir sem hann hafði áunnið sér meðal íslenzkra listkaupenda. Hjá honum hefur ávallt setið í fyrirrúmi innri þörf fyrir að mála og trúin á mikilvægi myndlistarinnar. Auk hinna mikln áhrifa á íslenzka samtíðarlist hafa verk hans ávallt vakið athygli á erlendum vett- vangi, enda hafa erlend söfn og listsafnarar iðulega keypt verk hans á sýningum. Er þess skemmst að minnast, að hann seldi 2 málverk á Biennale í Feneyjum nú í sumar. Þar er þó samkeppnin hörð og gagnrýnin miskunnarlaus. Nú á síðustu árum eru íslendingar að uppgötva Þorvald Skúlason á nýjan leik, enda bregzt aldrei, að persónuleiki Þorvalds birtist í verkum hans, hvaða stefnu sem hann hefur fylgt. Þorvaldur er tvímælalaust einn mesti listmálari íslands á okkar dögum. Selma Jnnsdóttir


Þorvaldur Skúlason

Ár
1972
Tungumál
Íslenska
Blaðsíður
28


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Þorvaldur Skúlason
https://baekur.is/bok/d92f3396-c70f-4f8b-80dc-00ceab473834

Tengja á þessa síðu: (6) Blaðsíða [4]
https://baekur.is/bok/d92f3396-c70f-4f8b-80dc-00ceab473834/0/6

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.