loading/hleð
(13) Blaðsíða 11 (13) Blaðsíða 11
voru. Borið var undir fundinn, að þessi upphæð yrði vísir að stofnun sjóðs, sem varið yrði til dagheimilis fyrir börn í hreppnum, þegar tíma- bært þætti. Þetta var samþykkt. Ennfremur var samþykkt að kaupa happdrættisskuldabréf hringvegar- ins til verðtryggingar fjárins. A þessum sama fundi var rætt um kvennaárið framundan og hvað væri hægt að gera til fróðleiks og skemmtunar. Á aprílfundi '74 mættu 25 konur. Ritari bókar eftir- farandi: „Til gamans má geta þess að þetta er fjölmennasti fundur er haldinn hefur verið til þessa." Félaginu óx fiskur um hrygg. Á fundi í nóvember 1975 gengu 5 konur í félagið. Fjölgun í félaginu var lyftistöng fyrir það. Þetta voru ungar og áhugasamar konur. Á ár- inu 1975 unnu félagskonur að því að fá leikvelli fyrir börn í hreppnum, börnunum fjölgaði ört. Mér er minnisstætt er við héldum kökubasar 22. apríl 1975, að allt seldist upp á fimmtán mínútum. Ágóðanum var varið til bókakaupa fyrir Bókasafn hreppsins. Á ári hverju lætur Kvenfélagið sig varða mannúðar- og menningarmál, sem frá upphafi var tilgangur félagsins. Þegar ég kom í Kvenfélagið voru meðlimir 28, nú teljast þeir 130, og að sjálfsögðu allt fjölbreyttara en fyrstu árin mín í því. Að lokum óska ég Kvenfélaginu heilla á ókomnum árum. Sigurrós Grímsdóttir, Búðarflöt. Formaður 1976-1978. Ég kom fyrst á Álftanesið árið 1946. Haustið 1947 gekk ég í Kven- félag Bessastaðahrepps, þó ung væri, aðeins 20 ára. Ég vissi auðvitað ekkert út í hvað ég var að fara, fædd og uppalin í Reykjavík, en tengdamóðir mín, Auðbjörg Jónsdóttir, sem var ein af stofnendum félagsins, hvatti mig. Ég hef aldrei séð eftir því. Margar ánægjustundir hef ég átt, bæði í leik og störfum á vegum þess fé- lagsskapar, þó fámennt væri það í fyrstu. Ég hafði átt sæti í ótal nefndum og varastjórn, þegar ég var kosin formaður á aðalfundi 1976. Það kom því í minn hlut, ásamt stjórn félagsins, að sjá um að 50 ára afmælis félagsins yrði minnst á eftirminnilegan hátt. Ákveðið var að halda upp á það á Hótel Sögu og fengum við leigðan Bláa salinn, svokallaða. Hátíðin byrjaði með borðhaldi. Mörg skeyti og góðar óskir bárust, ásamt pen- ingagjöfum, bæði frá Bessastaða- hreppi og öðrum velunnurum. Þetta var kynnt og lesið upp. í til- efni afmælisins var oddvita Bessa- staðahrepps afhent gjafabréf til kaupa á píanói í nýja skólahúsið, er var í byggingu. Þátttaka var góð, flestar félagskonur mættu, ásamt mökum. Öllum brottfluttum fé- lagskonum var boðið og þeirra minnst er látnar voru. Saga félags- ins var rakin og ýmislegt gert sér til gamans, m.a. upplesturúr gömlum fundargerðum. Allt var flutt í létt- um dúr og vakti kátínu. Kvenfélagið var stofnað fyrsta sunnudag í sumri 1926, 25. apríl. Afmælisdaginn bar að þessu sinni upp á sunnudag, en hófið okkar var laugardagskvöldið 24. apríl. Eftir miðnætti flutti fólk sig yfir í Gyllta salinn. Dans var stiginn fram eftir nóttu, en áfram höfðum við Bláa salinn útaf fyrir okkur og gat fólkið okkar setið þar og spjallað að vild. Allir voru í góðu skapi, er farið var upp í rútuna, sem flutti okkur heim. Ekki spillti það ánægjunni, hvað vornóttin var fögur og veðrið gott. Kvenfélagið okkar var nú orð- ið hálfrar aldar og áfram var haldið. í mínum huga eru öll mín ár í Kvenfélaginu eftirminnileg, en þessi tvö ár er ég gegndi formanns- stöðu eru mér þó eftirminnilegust. Ekki var svigrúm til þess að fitja upp á mörgum nýjungum, fyrir margra hluta sakir, og sérstaklega vegna aðstöðuleysis, en alúð var lögð í hin hefðbundnu störf og lög- um framfylgt. Ánægjulegt samstarf við stjórn og nánari kynni við fé- lagskonur gleymist ekki. Þökk sé þeim. Mín afmælisósk til félagsins nú þegar það er að ná 70 árum, og í blóma, er að friður og farsæld fylgi því áfram um ókomin ár. Erla Sigurjónsdóttir, Smiðshúsum. Formaður 1978-1983. Það sem mér er efst í huga, þegar ég hugsa til Kvenfélags Bessa- staðahrepps, er þakklæti og virðing. Þakklæti til félagsins og hinna ágætu félagskvenna fyrir ára- langa samfylgd og ánægjustundir og virðing fyrir félaginu og því mikla mannúðarstarfi, sem það hef- ur innt af hendi frá stofnun þess. Ég flutti í Bessastaðahrepp árið 1962. Þá var þetta fámennur hrepp- ur með nokkrum sveitabýlum. Ég skynjaði fljótt, að Kvenfélagið var hið félagslega afl í hreppnum. Fé- lagið var fámennt, en konurnar áhugasamar og létu erfið skilyrði ekki hindra sig í því að hlúa að börnunum, sinna líknarmálum, halda þorrablót og jólatrésskemmt- anir, svo fátt eitt sé nefnt. Ég gat ekki setið hjá og gekk því fljótt til liðs við félagið. Það var gæfuspor. Þetta félag hefur veitt mér ómælda gleði og styrk. 11
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald


Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára

Ár
1996
Tungumál
Íslenska
Efnisorð
Blaðsíður
44


Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þessa bók, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þessa bók: Kvenfélag Bessastaðahrepps 70 ára
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959

Tengja á þessa síðu: (13) Blaðsíða 11
https://baekur.is/bok/e32f8c2b-ae49-498d-917a-c5f7b002e959/0/13

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Bækur.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.