(15) Blaðsíða 13
og fá lit á húðina. Þær fóru að Flúð-
um og gistu í Skjólborg.
Á stjórnarfundi 29.09.83 kom
fram tillaga um að fá Þuríði Páls-
dóttur til þess að fræða þær um
breytingaskeið kvenna, og rætt var
um jólabasarinn og skipulag á
honum. Á stjórnarfundi í desember
var rætt urn og gengið frá ýmsu
því, er gefa átti fyrir jólin til góð-
gerðarstarfsemi innan hrepps og
utan. Konur höfðu verið duglegar
við fjáröflun eins og áður.
í formannstíð Lilju komst merki
félagsins vel á veg, en það var í
mótun á þessum tíma.
Þess ber að geta, að Lilja og mað-
ur hennar Sigurður Sigurðsson,
fluttust til Reykjavíkur skömmu
eftir að hún var formaður. Það sem
hér er skráð, er samantekt úr fund-
argerðabók.
Lilja biður fyrir góðar kveðjur til
félagskvenna og árnar félaginu
heilla í nútíð og framtíð.
Ásdís Einarsdóttir,
Namibíu.
Formaður 1984-1985.
Ekki átti ég von á, að nærri 10
árum eftir að formennsku í Kven-
félagi Bessastaðahrepps lauk, yrði
ég beðin um að rifja upp þann kafla
ævi minnar sérstaklega, auk þess
stödd í annarri heimsálfu og ekki í
neinum sérstökum kvenfélagshug-
leiðingum. - En reynt skal.
Það var í júnímánuði 1980 að ég
flutti í Bessastaðahrepp. í minning-
unni finnst mér að þetta hafi verið
einstaklega gott sumar, sól dag
hvern og nýbúið að kjósa nýjan
forseta. Ekki man ég hver íbúatala
Bessastaðahrepps var þá, en mér
fannst sem allir þekktu alla. Ég tók
sérstaklega eftir því að menn voru
frekar kenndir við konur sínar, en
konur við karla sína. Ekki þekkti ég
nema eina fjölskyldu í hreppnum í
upphafi.
Mér var fljótlega gerð grein fyrir
því að „allar" konur væru í Kven-
félaginu og mælt með því við mig
að ganga í félagið. Ekki fannst mér
það fýsilegt, því hugmynd mín um
kvenfélag var hópur eldri kvenna,
sem sæti við hannyrðir og bakaði
fyrir basar. Ég var jú ekki nema 28
ára. Ég lét þó til leiðast og gekk í
félagið í október 1980. Þá var fund-
að á loftinu á Bjarnastöðum eða
réttar sagt hluta af loftinu. Það skal
játað nú, að ekki leist mér á í fyrstu,
en brátt fór ég þó að kunna vel við
mig í þessum félagsskap.
í janúar 1984 var þess farið á leit
við mig að ég gæfi kost á mér til
formanns. Ég tók þessu í fyrstu
sem hverjum öðrum brandara, en
þegar ég fann að full alvara lá á bak
við, ákvað ég að láta slag standa.
Það er -skoðun mín, að í félags-
skap sem þessum geti maður ekki
ævinlega skorast undan ábyrgð.
Það er afar auðvelt að hafa skoðanir
á öllu heima við eldhúsborðið og
gagnrýna það sem gert er, en vilja
ekki sjálfur standa í forsvari fyrir
neinu.
Þarna stóð ég svo harla óvænt í
janúar 1984 og orðin formaður
félagsins, líklega með þeim yngstu,
sem það hlutverk hafa tekið að sér.
Nú áratug síðar á ég eingöngu góð-
ar minningar frá þessum tíma.
Samstarf innan stjórnar var gott og
miklar úrvalskonur sem með mér
störfuðu þar. Fundir fóru fram á
loftinu á Bjarnastöðum, en þá var
búið að stækka og breyta því í hinn
notalegasta fundarstað.
Engin bylting var gerð á þessum
tveirn árum, heldur starfað með
nokkuð hefðbundnum hætti. Við
leyfðum okkur þó að sleppa jóla-
basar annað árið, því okkur fannst
ágóði fyrra árs ekki vera í neinu
samræmi við fyrirhöfnina. Við
fengum bágt fyrir. Veit ég ekki
hvort nein stjórn hefur leyft sér
annað eins síðan! Við byrjuðum á
því að gera maífundinn að matar-
fundi, ekki voru þeir neitt í líkingu
við þau herlegheit, sem nú eru orð-
in á matarfundinum, en mjór er
mikils vísir. Einnig byrjuðum við
með „græna markaðinn".
Það sem mér er e.t.v. efst í huga,
er hversu konur oft blómstruðu í
þorrablótsnefndum. Ég var ákaf-
lega stolt af „mínum konum" þar
sem þær léku frumsamda leikþætti
og fóru með ýmis gamanmál eins
og þaulvanir leikarar og létu sér
hvergi bregða, jafnvel þó mjög fá-
klæddar væru.
Er tveggja ára formannstíð minni
lauk í janúar 1986, var sýnt að ég
flytti úr Bessastaðahreppi. Engin
ástæða var því til að ég gæfi kost á
mér áfram, því maður kemur í
manns stað. Ekki fannst mér
ástæða til að vera í félaginu lengi
eftir brottflutning. Ég hef þó haldið
tengslum við félagið, mætt á þorra-
blót, oft komið á matarfundina og
stundum á desemberfundi. Þessir
endurfundir hafa ævinlega verið
mér til ánægju.
Ég vil nota tækifærið og óska
ykkur félögum öllum til hamingju
með afmælið og bera fram þá ósk
að þátttaka ykkar í störfum félags-
ins verði ykkur bæði til yndis og
þroska.
Gjört í Windhoek, Namibíu
17. nóvember 1995.
13
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald