(17) Blaðsíða 15
og síst vil ég gleyma peningagjöf-
inni til Kvennaathvarfsins um jólin
1988, sem var afrakstur af jólabasar
og haustfagnaði, alls eitthundrað
þúsund. Eftir þann fund fór ég
heim í miklu jólaskapi.
Þá man ég allar hefðbundnar
uppákomur, þorrablótin, haust-
fagnaði, jólaböll barnanna, kirkju-
daga Líknarsjóðsins, öll vorferða-
lögin, en þá hristum við af okkur
vetrardrungann og verðum stelpur
að nýju. Ennfremur minnist ég há-
tíðarhalda 17. júní, vinnuvökum
við undirbúning jólabasars, líflegra
jólafunda og vorfunda, sem eru há-
tíðarfundir.
Ekki má gleyma þeim miklu
kaflaskiptum, sem urðu í sögu
félagsins, þegar við fluttum af „loft-
inu" okkar gamla, góða, yfir í hið
glæsilega félagsheimili hreppsins.
Þetta var jafnframt vígsla þess. Pví
var þetta mikill heiður fyrir félagið.
Fastur þáttur í starfseminni eru
heimsóknir okkar til annarra kven-
félaga og heimsóknir þeirra til
okkar. Þá er alltaf hátíð í bæ! Seint
gleymist heimsókn kvenfélags-
kvenna úr Garðabæ í maí 1989. Við
höfðum stefnt að því að hafa allt
prógrammið utan dyra, fengið alla
aðstöðu við íþróttahúsið til afnota,
undirbúið blómaskreytingar, sett
upp útigrill og Margrét í Sveinskoti
ætlaði að baka flatbrauð af alkunnri
snilld, en við þann bakstur beitti
hún logsuðutækjum af mikilli
leikni. Þá átti að bjóða upp á bjór,
grillaðar pylsur, snittubrauð og
fleira góðgæti. Hápunktur heim-
sóknarinnar var að ganga út á
Skans undir leiðsögn Önnu Ólafs-
dóttur Björnsson, en eftir það átti
að sýna furðubaðfatatísku við
sundlaugina. En þá dundu ósköpin
yfir, því máttarvöldin sendu okkur
hyldjúpa lægð, með hellirigningu
og hávaðaroki. Göngukonur urðu
holdvotar, en létu ekki deigan síga
og Anna sleppti engu úr fræðun-
um. Þegar þær komu til baka voru
þær drifnar í heita pottinn og drif-
inn ofan í þær bjór. Er skemmst frá
því að segja, að prógrammið var
keyrt áfram af samstilltum huga og
höndum okkar gestgjafanna.
Kjallaragöngum íþróttahússins
var á skammri stundu breytt í götu-
kaffihús og þar upphófst rnikill
gleðskapur. Þó held ég að flat-
brauðið hennar Margrétar hafi bor-
ið hæst af þeim veitingum, sem í
boði voru. Kannski var það illviðr-
inu að þakka og góðu gestunum,
sem ekki létu veður á sig fá, að enn
minnast kvenfélagskonur í Garða-
bæ þessarar heimsóknar til stall-
systranna á Álftanesi.
Eg var fjögur ár formaður og
hafði mikið gagn og gaman af, þó
stundum blési á móti. Það voru
ekki allir sammála um stefnumark-
ið, Laufskálann, og hvernig því
skyldi náð. Gerð var skoðanakönn-
un og konum gefið tækifæri til að
koma með eigin hugmyndir, sem
þær áttu að vinna að heima. Niður-
staðan var, að 51 kona vildi byrja á
lóðinni. Það dróst þó að við fengj-
um skriflegan samning eða til 17.
janúar 1989, en þá gaf hrepps-
nefndin okkur grænt ljós. Þá var
kjörin skrúðgarðsnefnd og hefur
félagið verið mjög heppið í vali
nefndarkvenna.
Margs er að minnast og ég trúi
því að það sé lán hvers sveitarfé-
lags að hafa öflugt starfandi kven-
félag. Það heldur við gömlum hefð-
um og reisn, stuðlar að fjölbreyttara
mannlífi, og lætur sér fæst mann-
legt óviðkomandi.
Eftir fjögur ár, ákvað ég að
hætta formennsku, en þá reyndist
ómögulegt að fá formann til tveggja
ára, hvað þá lengur. í Lágafellssókn
höfðu konur gert hjá sér lagabreyt-
ingar og stytt tímabil stjórnarsetu
vegna breyttra þjóðfélagshátta, og
þangað fór ég í smiðju. Lögunum
var breytt á aukafundi og breyting-
arnar síðan samþykktar á aðalfundi
strax á eftir.
Það gladdi mig að skilja Kvenfé-
lagið eftir í góðum höndum Ólafar
Sigurjónsdóttur, sem hafði verið
varaformaður og því kunnug öllum
málurn. Ég afhenti henni fjöreggið
góða, sem ég hafði keypt í Tyrk-
landi sumarið áður, í þeim tilgangi
að gera það táknrænt fyrir for-
mannaskipti. Hver stjórn heldur á
„fjöreggi" félagsins. Það er úr
marmara, þétt og hart, en mjúkt í
formi og viðkomu, táknrænt fyrir
handleiðslu góðrar stjórnar. Ég vil
einnig nota tækifærið og þakka
þeim stjórnarkonum sem með mér
störfuðu og Kvenfélagskonum fyrir
gott samstarf á þessurn árum.
Nú þegar félagið okkar er 70 ára,
er það ósk mín að það megi dafna
áfram um ókomin ár og verða sem
fyrr leiðandi afl til góðra verka í
sveitarfélaginu.
Ólöf M. Sigurjónsdóttir,
Blátúni 10.
Formaður 1990.
Er ég fluttist á Álftanesið, í jan-
úar árið 1984, hafði ég þegar heyrt
af þessu öfluga kvenfélagi, er hér
var starfandi og fylgdi sögunni, að
það væri virðulegasta félagið í
hreppnum. Það væri prímus mótor
í félagslífinu og allri framför innan
sveitar. Mér er það minnisstætt er
ég mætti á minn fyrsta fund í félag-
inu um haustið 1985. Við fórum
saman ég og svilkona mín, Fjóla
Einarsdóttir, (en hún lést 20. janúar
1993). Vorum við hálffeimnar er við
gengum upp stigann á loftið á
Bjarnastöðum. Formaður var þá
15
(1) Kápa
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald
(2) Kápa
(3) Blaðsíða 1
(4) Blaðsíða 2
(5) Blaðsíða 3
(6) Blaðsíða 4
(7) Blaðsíða 5
(8) Blaðsíða 6
(9) Blaðsíða 7
(10) Blaðsíða 8
(11) Blaðsíða 9
(12) Blaðsíða 10
(13) Blaðsíða 11
(14) Blaðsíða 12
(15) Blaðsíða 13
(16) Blaðsíða 14
(17) Blaðsíða 15
(18) Blaðsíða 16
(19) Blaðsíða 17
(20) Blaðsíða 18
(21) Blaðsíða 19
(22) Blaðsíða 20
(23) Blaðsíða 21
(24) Blaðsíða 22
(25) Blaðsíða 23
(26) Blaðsíða 24
(27) Blaðsíða 25
(28) Blaðsíða 26
(29) Blaðsíða 27
(30) Blaðsíða 28
(31) Blaðsíða 29
(32) Blaðsíða 30
(33) Blaðsíða 31
(34) Blaðsíða 32
(35) Blaðsíða 33
(36) Blaðsíða 34
(37) Blaðsíða 35
(38) Blaðsíða 36
(39) Blaðsíða 37
(40) Blaðsíða 38
(41) Blaðsíða 39
(42) Blaðsíða 40
(43) Kápa
(44) Kápa
(45) Kvarði
(46) Litaspjald